Heimir - 01.06.1911, Blaðsíða 6

Heimir - 01.06.1911, Blaðsíða 6
222 H E I M I R sag6i„að allmikiö ætti a5 hafast upp í hann fyrir þaö sern seldist af kverinu. Utbreiöslustjóri H. B. Olson bað um frest til næsta fundar fyrir skýrslu sína. Séra R. Pétursson skýrði frá starfsemi sinni síðan á síðasta þingi. Sagði að í Foam Lake bygðinni í Sask. væru nokkrir menn, sem væru reiðubúnir að mynda únítarískan söfnuð, með því skilyrði að hjálp fengist til að byggja kyrkju í bænum Foam Lake. En framkvæmdum í því máli væri enn til fyrirstöðu seinlæti C. P. R. félagsins með að svara beiðni urn lóð undir hina fyrirhuguðu kyrkju. Hann gat þess ennfremur, að hann hefði með höndum þýðingu á bók um kristna kyrkjuflokka eftir dr. Lyon og aðra um gamla testamentið, sem væri hluti af starfi sínu yfir árið. Ritari, G. Árnason skýrði frá hversu marga fundi fram- kvæmdarnefnd félagsins hefði haldið á árinu og nokkuð frámál- um þeim, sem á þeim hefðu verið tekin til meðferðar. Þá var lesið bréf frá séra Albert E. Kristjánssyni til for- setans. Kvaðst hann í bréfinu ekki geta verið staddur á þinginu vegna veikinda á heimili sínu og bað þingið afsökunar á því. Forseti skipaði þessa í Útgáfumálanefnd: Séra R. Pétursson Séra M. J. Skaptason og G. P. Magnússon. í nefnd til að íhuga útgáfu blaðsins “Heimir” skipaði hann B. Ö. Olson, St. Thorson og P. Bjarnason. NÝ MÁL Séra Rögnv. Pétursson hreyfði því hvort ekki væri heppilegt í augum þingsins að ákveða einhvern fastan fundarstað. Kvaðst álítaað Winnipeg væri heppilegasti staðurinn að öllu samanlögðu. Hreyfði því einnig, hvort ekki væri heppilegt að félagið væri löggilt. Tillaga frá R. P. að málin sé tekin fyrir til umræðu. Til- lagan studd og samþykt. St. Pétursson lagði til að þriggja manna nefnd sé sett til að íhuga fyrra málið, stutt af G. P. Magnússyni.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.