Heimir - 01.06.1911, Blaðsíða 23

Heimir - 01.06.1911, Blaðsíða 23
HEIMIR 239 Trúarbragðalegt frjálslyndi á Englandi Eftik Prófbssor, J. Estlin Carpbntbr Vér stöndum nú viö byrjun hreyfingar, sem stundum er nefnd hin nýja siðbót. Enginn einstaklingur er upphafsmaöur hennar. Hún ber ekki á sér einkenni neins mikils og voldugs persónuleika; hún hefir ekki átt neinn Lúther- En hún hefir myndast af mörgum áhrifum eftir því sem framfarir vísindanna utan biblíurannsókna hafa opnað nýja heima hugsunar og þekk- ingar. Öll saga trúarbragðanna liggurnú opin viö þeirn. Ensku brautryðjendurnir í sanskrít (forn-indverska ritmáliö) létu sér of ant um að gera mönnum kunnugt hvað hefði verið ritað á því máli, til að gera sérljósagrein fyrir þýðingu þess, sem ritað hafði verið, og kenningaþröngsýnið, sem fylgdi enskri guðfræði aftraði fræðimönnum frá að finna gildi þess. Það var hin sannfærandi rödd þýzks fræði-og gáfumanns, Friedrich Max Muellers, sem vakti virðingu enskumælandi manna fyrir bænunum til himna- föðursins í Veda-sálmunum. Þegar Max Mueller fyrir einum mannsaldri hélt fyrirlestra í Jerúsalem-salnum innan takmarka Westminster kyrkjunnar, undir umsjón Stanley prófasts í West- minster, um kenningar gömlu indverska spámannanna, þá var ekki lengur hægt að skilja kristindóminn sem hina einu gjöf guðs til mannanna, eða að ganga fram hjá trúarbragðasögunni í víð- tækari merkingu. Á ýmsan hátt og með hálfsögðum orðum hefir mannkynið reynt að gera sérhugmyndir um hina takmarka- lausu tilveru, og allar hinar mörgu heimspekisskoðanir þess og trúarbrögð bera í sannleika vott um að guð hefir aldrei látið sig án vitnisburðar. Max Muller verður aldrei ofþakkað það setn hann með nákvæmni, þekkingu, skáldlegri skarpskygni og sannri trúrækni hefir gert fyrir frjálstrúarstefnuna á Englandi. Trúar- bragðaleg heimspeki má aldrei verða fráskilin sínum sögulega vexti og viðgangi. Þegar maður lítur á áhrifin, sem trúarbrögðin hafa haft á myndun stofnana og líf óteljandi kynslóða á liðnum tímum, er ómögulegt að vera í vafa um að allar varanlegar

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.