Heimir - 01.09.1911, Blaðsíða 25

Heimir - 01.09.1911, Blaðsíða 25
hann forvitni sína og ávann sér hylli feröamanna. Margir hrós- uöu gömlu malarahjónunum fyrir vikadrenginn þeirra; og há- skólakennari einn var áfram um aö taka hann meö sér og menta hann niðri á sléttunum. Malarinn og kona hans voru hissa og þótti vœnt um. Þau töldu sig heppiti að hafa byrjaö greiðasöl- una. “Þaö er auöséö’’, var gamli malarinn vanur aö segja, “að hann hefir veitingamanns hæfileika; það hefði aldrei oröið neitt úr honum viö nokkuð annaö” Og svona leiö lífiö í daln- um; allir voru þar hæst-ánægöir nema Villi. Hver vagn, sem fór frá veitingahússdyrunum eins og tók meö sér einhvern hluta af honum; og þegar feröafólkiö í gamni bauð honutn að vera með dálítinn spöl, átti hann fult í fangi meö aö ráða við geðs- hræringar sínar. Nótt eftir nótt dreymdi hann að hann væri vakinn af þjónum í miklu fáti og aö ljómandi fallegtir vagn biöi sín viö dyrnar til aö flytja sig niöur á sléttuna; nótt eftir nótt. þangað til draumurinn, sem honum þótti í fyrstu mjög skemti- legur, fór að veröa alvarlegri, og kalliö á næturnar og bíöandi vagninn fyltu huga hans með ótta og von. Einn dag, þegar Villi var hér um bil sextán ára, kom feit- laginn, ungur maður um sólsetur og gisti nóttina. Hann hafði ánregjulegt andlit, hýr augu og bar malpoka. Meðan veriö var að búa til kveldverðinn sat hann í laufskálanum og las í bók; en strax og hann fór aö taka eftir Villa lagöi hann frá sér bók- ina; hann var auðsjlanlega einn af þeim, sem taka lifandi fólk fram yfir fólk búið til úr bleki og pappír. Þó Villa fyndist ekki mikiö til um gestinn fyrst þegar hann sá hann, fór honum að þykja gaman að heyra hann tala, það sem hann sagði var fult af góðmensku og viti, og Villi fór loks að bera mikla virðingu fyrir mannkostum hans og vitsmunum. Þeir sátu saman langt fram á nótt. og þegar klukkan var orðin tvö sagði Villi mannin- um alt um hagi sína, hvað sig langaði til að skilja við dalinn og hversu bjartar vonir hann hefði gert sér í simbandi við borgirn- ar á sléttunni. Ungi maðurinn blístraöi og brosti síðan, “Vinur minn”, sagði hann, “þú ert sannarlega mjög for- vitinn drenghnokki, og þig langar til að fá margt, sem þú munt aldrei fá. Þú mundir verða mjög skömmustulegur ef þú vissir

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.