Heimir - 01.10.1911, Page 10
34
H E I M I R
bæði gagnvart Gyöingunum og Róm, til muna. Trú Gyðing-
anna vai- sýnt umburöarlyndi af rómverskum stjórnmálamönn-
um, vegna þess að hún var þjóöleg trú og haföi hætt öllum til-
raunuin að verða nokkuö -meira. Sama umburðarlyndiö var
kristnum mönnum sýnt á meðan álitið var, aö þeir væru lítt
þektur og lítt skiljanlegur trúflokkur meðal Gyðinganna. Um
leið og þeir hættu að vera það urðu þeir fyrir híjtri frá Gyðing-
um og grunsemd frá hálfu rómversfcu stjórnarinnar; kristnir
menn voru ofsóttir af báöum, Gyöingar voru þá hataðir af ööiu
fólki — og það hatur er jafnvel ekki ennþá útdautt í Norðurálf-
unni og Ameríku — og kristnir menn, sem fyrst voru skoðaöir
sem Gyðingaflokkur, urðu fyrir sömu óvildinni hjá almenningi.
A stjórnarvaldsins hliö orsakaðist ofsóknin alls ekki af trúar-
bragöalegu umburðarlyndisleysi; það var að eins hægt að kenna
það hreinni og beinni þvermóðsku, að kristnir menn neituðu aö
gera þaö sem allir aðrir trúflokkar gerön. Hvers vegna gáto
þeir ekki tilbeðið sinn hæsta guö undir nafninu Seifur, kannast
við engla sína undir nöfnum annara lægri guöa og borið viðtekna
virðingu fyrir verndaranda keisarans? Að hin viðtekna, embætt-
islega trú ríkisins, hin iögboðna trú, gæti orðið fyrir árásum af
trúarlegum ástæöum, gat ekki komið í.huga stjórnmálamanna,
sem að minsta kosti frá tímum Agústusar, hröföu, í sínu trúarlega
afskiftaleysi, aldi-ei séð neina aðra möguleika í trúarbrögðunum
en þá, að þau gætu verið handhægt verkfæri fyrir stjórnrnála-
manninn til að notast í pólitiskum tilgangi. Hættan, sem af
þessum misskilningi stafar, leynist f rauninni alstaðar þar sem
ríkistrú á sér stað. En þó stjórnmálarnenn rómverska keisara-
ríkisins hefðu fyrst framan af enga meðvituivd urn að það værii
trúarlegur kraftur, sem þeim mætti, þá vissu kristnir menn samt
af því. Baráttan vakti fylgjendur ki-istindómsins til meðvitund-
ar um sjálfa sig. Jesús hafði gefið svar við þeirri kröfu að dýrk-
unin, sem tilheyröi guði, væri gefin keisaranum. Svar kyrkj-
unnar braust út f feiknarlegu ofstæki, sem enn í dag biennur
með afar-miklum hita — fyrir fl'esta lesendur óskiljanlegum hita
— í Opinberunarbókinni. Róm drukkin af blóði heilagra manna
og píslarvotta, skal verða eyðilögð, og reykurinn. slcal stíga u pp