Heimir - 01.10.1911, Side 14

Heimir - 01.10.1911, Side 14
HEIMIR 3« 'Nokkrar athugasemdir. I átjánda tölublaði “Nýs Kyrkjublaðs” þetta ár, er greinar- korn eftir séra Matthías Jochumsson á Akureyri með fyrirsög-n- inni: “Það sem ég vildi sagt hafa”. Svo er að sjá af dálitlum formála, sem á undan greininni er, að hún hafi verið send til að lesast á prestastefnu á Hólum síðastliðið sumar, en það farist fyrir, og þess vegna birtist hún í Kyrkjublaðinu. Það má gera ráð fyrir að skoðanir séra Matthíasar, sem birtast í þessari grein og öðrum, sem hann hefir ritað um kyrkju- og trúmál, séu gott sýnishorn af skoðunum niargra frjáls- lyndari manna, máske nokkurra presta, á Islandi nú. 8éra Matthías hefii- lengi haft orð á sér fyrir frjálsljmdi, og eitthvað hefir heyrsí um það skrafað, að hann hafi loks hætt prestsþjón- ustu í þjóðkyrkjunni vegna þess. Það er einnig sumum kunn- ugt, að hann hefir um langan tíma verið í allmiklu vjnfengi viö forstöðumenn brezka og erlenda únítarafélagsins í Lundúnum, þó aldrei hafi hann víst sjálfur haft þann kunningsskap í hámæl- um úti á Islandi. En hvaða skoðanir eru það, setn hann lætur í ljós í þessum greinarstúf sínum? í rauninni er mjög erfitt að átta sig á því; greinin er fremur hvöt en röksemdafærsla um skoðanir. Hann er í engum vafa um að trúarskoðanir og guðfræði íslenzku þjóökyrkjunnar eru langt á eftir tímanum. Ollu þessu, sem er á eftir tímanum, verður að sleppa, en í stað þess verður að koma eitthvað nýtt. Svo er að sjá sem þetta nýja, sem á að prédika í stað hinnar gömlu og úreltu guðfræði sé fagnaðarboðskapur Jesú Krists, eins og hann finst í samhljóða guðspjöllunnm, og víða í öðrum bók- um Nýja testamentisins. Þetta lætur nú Ijómandi vel í eyrum, en gallinn er, að menn hafa aldrei verið á eitt sáttir um, og eru það ekki enn í dag, hvað sé fagnaðarboðskapur Krists; og þó hafa allir, sem reynt hafa að gera sér grein fyrr því, bygt á rit- um Nýja testamentisins, hafa ekki haft á neinu öðru að byggja.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.