Heimir - 01.10.1911, Page 16

Heimir - 01.10.1911, Page 16
40 HEIMIR sem engra sannana þurfa meö, en ekki öörum. Hún hefir engri stefnu kollvarpað og það er ólíklegt að hún kollvarpi nokkru neina sjálfri sér. Eitt af hlutverkum kyrkjunnar. Það var einu sinni skoðun flestra, og er efalaust enn þá skoð- un margra, að hlutverk kyrkjunnar væri að frelsa sálir manna frá glötun í öðru lífi. Annars heims hyggjan hefir ávalt verið mjög sterkur þáttur í kristindómnum frá fyrstu byrjun. Hún var það í kenningum Páls, eins og allir geta gengið úr skugga um með því að lesa bréf hans. Svo þegar vonirnar um endurkomu Krists rættust ekki, dofnaði yfir henni, en aftur um árið 1000 bar svo mikið á henni á sumum stöðum í Norðurálfunni, að menn jafn- vel hættu að sinna atvinnuvegum sínum. Þetta, eins og svo fjölda margt annað hefir breyzt mjög mik- ið á síðari tímum. Sú sannfæring er komin inn í ineðvitund rnargra, að kyrkjan, allir kyrkjuflokkar, hverjar sem kenningar þeirra séu, hafi hlutverk aö vinna í sambandi við velferð manna í þessu lífi, í sambandi við hina sameiginlegu velferð fjöldans, án nokkurs tillits til trúarskoðana. Það er sérstaklega hér í Ameríku, sem menn sjá þýðingu þessa nýja hlutverks kyrkjunnar. Meðfram stafar það efalaust af því að hér, þjóðfélagsmyndunarinnar vegna, er meiri þörf á mótstöðu gegn yfirgangi og ranglæti en víða annarstaðar, en að- allega mun það stafa af því að hér er fríkyrkja en í öðrum lönd- um ríkis- og þjóð-kyrkjur. Ríkiskyrkjan er óhjákvæmilega svo nátengd því stjórnarfyrirkomulagi, sem er ríkjandi, að hennar stefna f félagsmálum verður jafnan í samrærni við stefnu þeirra, sem völdin hafa. Hver getur hugsað sér afstöðu ríkiskyrkjunn- ar á Þýzkalandi gagnvart umbótatilraunum sósíaldemókratanna öðruvísi en óvinveitta? Og hve nær mundi enska ríkiskyrkjan

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.