Heimir - 01.10.1911, Síða 22
4 6
HEIMIR
Vilhjálmur í mylnunni.
Saga ektir Robert Louis Stevenson.
margrét PRESTSDÓTTIR.
Margrét dóttir prestsins var stúlka hér um bil nítján ára
gömul þegar Villi var um þrítugt. Iiún var fremur lagleg og
miklu betur mentuð en nokkur önnur stúlka þar umhverfis, eins
og sæmdi foreldrum hennar. Hún leit mjög mikið á sig og hafði
neitað nokkrum giftingartilboðum, sem hafði orsakað henni álas
nágrannanna. Þrátt fyrir það var hún væn stúlka, sem mundi
hafa gert hvern mann ánægðan.
Villi hafði ekki oft séð hana, því þótt prestssetrið og kyrkj-
an væru að eins tvær mílur frá veitingahúsinu hans, fór hann
þangað aldrei nema á sunnudögum. En svo vildi til að gera
þurfti við húsakynnin á prestssetrinu; og presturinn og dóttir
hans fengu húsnæði í veitingahúsinu hjá Villa um mánaðartíma,
gegn niöursettri borgun. Þar sem Vilhjálmur hafði fengið veit-
ingahúsið, mylnuna og talsverðar aðrar eigur, sem gatnli malar-
inn hafði dregið saman, mátti hann heita efnaður; og þai- að
auki var hann orðlagður fyrir lundgæði og hyggindi, sem hvor-
tveggja er mjög gagnlegt í hjónabandi; þeir sem voru prestinum
og dóttur hans illviljaðir, sögðu að þau mundu ekki hafa kosið
sér dvalarstaðinn með aftur augun. Vilhjálmur var allra manna
ólíklegastur til að láta ginna sig eða hræða til að giftast. -Maður
þurfti ekki annað en að horfa í augu hans, björt og stöðug eins
og kyrt vatn, en þó meö einkennilegum glanipa, sem virtist koma
innanað frá, til þess strax að ganga úr skugga um að hann var
maður, sem vissi hvað hann vildi og fylgdi því fast fram. Mar-
grét var sjálf enginn aumingi eftir útliti að dæma, hún hafði stöð-
ugt og ákveðið augnaráð og var kyrlát í framgöngu. Það var
vafasamt hvort hún gæti ekki verið jafnoki Vilhjálms í stöðug-
lyndi, eða hvort þeirra mundi ráða meiru á heimilinu. ef til gift-