Heimir - 01.10.1911, Page 23
HEIMIR
47
ingar kæmi. En Margrét haföi aldrei svo mikiö sem um það
hugsaö og leit eftir fööitr sínum í mesta sakleysi og afskiftaleysi.
Þaö var enn þá svo snemma vors aö gestirnir í veitingahús-
inu voru fáir og komu meö löngum millibilum; en lílakrunnarn-
ir vovu í blóma, og veöriö var svo hlýtt aö presturinn, dóttir
hans og Vi'hjálrnur boröuöu miödagsveröinn úti í laufskálanum
og hlustuöu á árniðinn og fuglasönginn, sem kvaö viö í skógin-
um. Vilhjálmi fór aö þ}4íja þessir miödagsveröir sérlega skemti-
legir. Presturinn var reyndar fremur leiöinlegur mötunautur,
sem haföi þann siö aö dotta við boröiö, en hann sagöi aldrei ó-
notayrði. Prestsdóttirin, aftur á móti, átti eins vel við alt ^em
kringum hana var og hægt var aö hugsa sér; og alt sein hún
sagði var svo fallegt og viðeigandi að Vilhjálmur geröi sér mjög
háa hugmynd um gáfur hennar. Hann gat horft framan í hana
þegar hún beygöi sig áfram og andlit hennar bar við vaxandi
furutré; þaö var rólegur glampi í augum hennar; ljósið lá eins
og skýla utan um hár hennar; eitthvað sem líktist brosi færöist
yfir fölleitu kinnarnar hennar, og Villi gat ekki annað en horft á
hana í þægilegri feimni. Hún virtist, jafnvel þegar hún var allra
hæglátust, svo fullkomin, svo full af fjöri út í fingurgóma og
fötin, sem hún bar utan á sér, aö alt umhverfis hana varö aö
engu í samanburöi; og þegar Villi leit af henni á aöra hluti, þá
sýndust honum trén lífiaus, skýin hanga í loftinu eins og dauö
ferlíki og jafnvel fjallatopparnir töfruðu ekki lengur. Allur dal-
urinn konist ekki í neinn samjöfnuö, hvað fegurð snerti, við
þessa einu stúlku.
Vilhjálmur var ávalt eftirtektarsamur, þegar hann var með
fólki; en eftirtekt. hans varö næstum átakanlega áköf þegar hann
var meö Margréti. Hann hlustaði eftir hverju orði, sem hún
sagöi og leitaði um leið í augum hennar að því sem hún sagði
ekki. Mörg góðlátleg, einföld og hreinskilin orö bergmáluðu í
hjarta hans. Hann sá aö sál hennar var í jafnvægi, efaði ekkert,
þráði ekkert, var full al friöi. Þaö var ómögulegt að aðskilja
hugsanir hennar og útlit. Handahreyfingin, rólega röddin,
glampinn í augunum og hver lína á líkatna hennar voru í sam-
ræmi viö alvarlegu og góðlátlegu orðin sem hún sagði, eins og