Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 9

Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 9
Kirkjuritið. V 0 R. Aftur er vor yfir landi og rís hátt veldi ljóss og lífs. Sumaröflin sigra í ríki náttúrunnar. Mun svo einnig í lifi þjóðar vorrar? Verður þeirn stökt burt af sumarsól vetrarskuggunum, er dregið hefir saman yfir höfði hennar? Hvernig munum vér bregðast við nýjunr verkefnunr og' nýjunr tækifærum, sem nú gefast oss? Það er auðvelt að benda á nrargt, sem öfugt er og af- laga fer, en harðir dónrar hrökkva skamt til þess að bægja frá þjóðarvoða. Sá, senr vill vinna gegn honunr, verður í'yrst og fremst að stinga héndinni í eigin barnr og lreyja þar stríð við lreiðnina, senr er undirrót allra vorrá meina, eigingirni, öfund og hatur. Án þess getur hann alls ekkert gjört þjóð sinni til bjargar. Oss skortir kristindóm, lifandi trú á Guð og kærleiksanda hver til annars. Þann beiska sannleika þurfunr vér að sjá og skilja — og snúa oss þangað, senr hjálpina er að fá. Hvert blóm, hver geislastafur, lrver vængur, senr vernrir egg í lrreiðri, hvert bros í barnsauga vísar oss veginn. Kærleiksmáttur er að baki tilverunni og hann einn get- ur orðiö þjóð vorri ,.hulinn verndarkraftur“. Innilegt samfélag vort við hann og þann, sem hann sendi, Jesú Krist, er bjargarráðið fyrir oss hvert um sig og þjóð vora i heild sinni. Eða nánar orðað: Samfélag Guðs i Iíristi við oss er bjargarráðið. Það er ekki nóg eins og spámað- urinn sagði að „kveina í rekkjum sínum“, heldur verð- ur að „hrópa til Guðs af hjarta“, hans veruleikans mikla og eina, og láta hverja hugsun og handtak verða þögla bæn um heill fósturjarðar vorrar. Þá unir þjóð- 13

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.