Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Page 11

Kirkjuritið - 01.05.1935, Page 11
Kirkjuritið. SIÐASKOÐUN NÚTÍMANS. Áin rennur og rennur eftir dalnum. Venjulegast finst oss, sem við liana búum, hún altaf vera eins. Að minsta kosti er sjaldgæft, að vér tökum eftir verulegum breyt- ingum á henni eina stund dagsins fremur en aðra. Þó kemur fyrir, að áin verður alt önnur en vér erum vön að sjá hana. Skyndileg vorleysing, langvarandi stórrigningar og jökulhlaup hleypa i hana hamslausum vexti, svo að hún fleygisl áfram kolmórauð og tryllingsleg, flæðir yfir alla bakka og rífur með sér flest, sem fyrir verður. Komi í hana jakastífla um stundarsakir, eins og hent getur, verður flóðið þeim mun meira eftir á, þegar hún hefir i'utt henni úr vegi. Og sannleikurinn er sá, að áin er aldrei eins. Það er altaf í henni nýtt vatn, sem er á leið út í hafið. Og hún er altaf eitthvað að breyta farveginum — kanske örlítið eitt árið, en þvi meira þá hið næsta. Mannlífið er eins og á'Mi. — Stundum sýnist það fara eftir föstum reglum og vera næsla fábreytilegt — en ullir tímar eru nýir tímar. Það er altaf ný kynslóð að taka við og einhver ný viðhorf uppi á teningnum. Hitt er satt, að sumir tímar eru breytilegri en aðrir. Það getur komið leysing i mannlífið. Og eftir jökulhlaupin verð- ur mannlífselfan lika óvanalega hraðstreym og ægilega grugguð — og á leiðinni brýtur hún af sér allar brýr, ryður hverri hindrun úr vegi, tætir úr bökkunum, flæð- ír yfir rækt og órækt, flytur sumstaðar frjóefni á, eyði- íeggur annarsstaðar — og verður af öllu þessu enn skol- litaðri og sést síður fyrir. 13'

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.