Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Side 18

Kirkjuritið - 01.05.1935, Side 18
202 Gunnar Árnason: Kirkjuritiö. þess. Og mig langar ekkert til að baða mig i göturæs- unum. Ég veit lika, að þér þekkið þær öll, þessar myndir, sem ég á við. En ég held með fleirum, að klúr- ustu og skörnugustu lýsingarnar í islenzkum nútíðarbók- mentum séu ekki gerðar eftir eigin reynd höfundanna né þekking þeirra á mannlifinu, heldur sprotnar af kepni skáldanna um að komast hvert fram úr öðru i frumleik og gjörtækni í því að lýsa ástalífinu. Þess vegna verða þeir að finna nýjar og nýjar „spennandi“ lýsingar. Þessvegna verður hver um sig að reyna að tala enn hrottalegar en nokkur hefir gert áður. Það er sennilega sa'nnmæli, að hafi hinar liðnu kyn- slóðir verið siðugri í munninum en breytninni, þá sé nútiðarkynslóðin siðugri í breytninni heldur en í munn- inum. Mér finst margt benda til þess, að í veruleikan- um sé til ástafeimni, hreinleiki og trygglyndi hjá fjölda- mörgum, eins og verið hefir á liðnum öldum. Og ætli vér förum ekki að reka klámskáldin bráðum út. Hinu skal ég þó eklci neita, að það er loddarabragur á aldarhættinum í siðferðismálum. Hvaða áhrif hefðu skáldin, ef svo væri ekki? Og hvernig ætti lika annað að vera eftir stríðið, en að hér væri alt á ringulreið. Þetta sést líka á því, hve aukning kynsjúkdóma fer i vöxt. Það rýkur ekki úr rústunum annarsstaðar en þar, sem eldarnir hafa brent. Og enn má nefna þær rætur þessa aldarfars, sem áður var að vikið, i trúleysi, hispursleysi og rannsókn- arlöngun. Það á að vera firra að nefna nokkur boðorðabrot, segja spekingar aldarfarsins. Öll höft gera bara ilt verra. En af hispurslausu umtali getur sprottið feimnis- laus verknaður á stundum. Og ef alt á að rannsakast, því þá ekki að byrja þar, sem fýsnirnar beina huganum helzt og oftast að. Og sé trúin hégilja einber, þá etum í dag og drekk- um af nautnabikarnum, því að á morgun deyjum vér.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.