Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Page 23

Kirkjuritið - 01.05.1935, Page 23
Kirkjuritið. Messuföll. 207 gæti verið réttmæt, ef á messufallaskýrslu væru aðeins færð þau messuföll, sem orsakast af því, að fólkið vill ekki sækja kirkjuna. En slík messuföll er ekki nema örlitið brot af þeim fjölda messufalla, sem talin eru á skýrslum presta. Þess- vegna gefur kirkjan með þessari skýrslugerð sinni and- stæðingunum margfalt stærra vopn í hendur en réttmætt er. Með úreltri skýrslugerð smiðar kirkjan óverðskulduð og ranglát vopn gegn sjálfri sér. Ef vér athugum skýrslurnar um messur og messuföll, getum vér fljótt gengið úr skugga um þetta. Þá rekum vér oss á eftirfarandi atriði: 1- Það er talið messufall, ef prestur er veikur. Það er talið messufall, ef prestur er fjarverandi úr prestakallinu. 3- Það er talið messufall, ef messa ferst fyrir vegna þess að presturinn messar í öðru prestakalli. 4. Það er talið messufall, þó engin messa hafi verið hoð- uð og því engin von til þess, að prestur eða söfnuður kæmu á kirkjustaðinn. Og auðvitað eru það svo talin messuföll, ef vatnsföll eða veður liamla ferðum prestsins, eða kirkjusókn fólksins. Mikill hluti hinna svonefndu „messufalla“ stafar því af oi'sölcuin, sem hvorki prestar né söfnuðir ráða við, né verður um kent með réttu. Ekki er það prestsins sök, þó hann verði veikur eins og aðrir menn og geti því ekki haft u® hönd messugjörð þann tíma. Ekki er það prestsins sök, þó veður og vatnsföll kunni að hamla ferðum lians. Ég tel því bera fulla nauðsyn til sóma kirkjunnar vogna, að fella nú þegar niður þessa úreltu og villandi skýrslugerð, sem enganveginn gefur rétl yfirlit yfir astandið innan kirkjunnar, og jafnframt er notað sem grundvöllur að óréttmætum árásum á þessa stofnun og Þjóna hennar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.