Kirkjuritið - 01.05.1935, Page 26
210 Á. G.: Laun presta. Kirkjurili-8.
Laun skv. tillögum nefndarinnar:
Föst laua ................................................ kr. 6000
Frá dregst:
Lífeyrisgjald 7%. Greiðsla í framfærslusjóð 8%. Leiga
eftir prestakallsliús fyrir fjölskylduniann 18%. Alls 33%
af laununum .............................................. — 1980
Eftir verða kr. 4020
Launahækkunin nemur þannig 572 krónum.
Ennfremur mun borgun fyrir aukaverk eitthvað vaxa, en Jjó
óvíða svo, að jafnist við ferðakostnað til þeirra. Mjög ínargar
ferðir til aukaverka munu valda prestum beinum útgjöldum.
Allur mun ferðakostnaður presta aukast víða við samsteypurn-
ar meira en launahækkuninni nemur (shr. t. d. Brjánslæk, Bíldu-
dal, ísafjörð, Velli, Nes í Norðfirði o. s. frv.). Má vel vera, að
])ing og stjórn bæti prestunum J)ann halla með erfiðleikaupp-
bótum og gjöri sumum Jjeirra fært að eiga bíl eða vélbát. En
valt er að treysta því, ekki sízt þegar ])ess er gætt, að nefndin
og fleiri vilja fella niður ferðakostnað þann og emhættiskostnað,
sem prestar hafa nú.
Tillag í framfærslusjóð fá prestar að vísu endurgreitt, þeir
sem eiga börn í ómegð, og er hugmyndin í sjáll'u sér góð, verði
henni skynsamlega beitt; en skyldi styrkur presta af fram-
færslusjóði gjöra hetur en að vega á móti því, hve miklu skem-
ur þeir myndu endast til að þjóna þessum nýju prestakalls-
samsteypum? Ég vil leyfa mér mikillega að efast um það.
En hvernig verða þá launakjör presta bætt eins og nefndin
telur nauðsynlegt og allir sannsýnir menn?
Á þann hátt, sem stjórn Prestafélagsins hefir haldið fram, að
prestum verði falin eftir því sem við verður komið fræðslu-
störf fyrir unglinga og börn (kristindómskensla) — forysta um
alþýðumenningu eins og verið hefir áður öldum saman liér á
landi og gefist hið hezta. Við það ætti einnig að eflast sem
mest samvinna milli prestastéttarinnar og kennarastéttarinnar
hvorumtveggja til heilla og þjóðinni allri.
Ásmimdur GuSnuindsson.