Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 28

Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 28
212 íslenzkar bækur. KirkjuritiÖ. um þrjá áratugi 1755—1785 er einnig saga hans, og svo vel sögð, að þegar hún síðar verður rakin öll frá öndverðu, þá mun einnig stuðst við þessa frásögn. í fyrstu gengur inargt að óslc- um og stórliugur skólameistara er svo mikill, að hann hygst að koma upp framhaldsskóla fyrir þá stúdenta, sem vilja gjörasl prestar en hafa eklci efni á þvi að auka mentun sína við há- skólann í Kaupmannahöfn. En vonir hans bregðast, og síð- ustu árin dregur til þess, sem verða vill um skólann, þótt skólameistari þurfi ekki að lifa það, að Norðlendingar verði sviftir mentastofnun sinni. Ljómann af starfi Hálfdanar skóla- meistara leggur eins og kvöldroða á skólann. Þeir sem þjóðlegum fræðum unna og söguvísindum munu kunna höfundi þökk fyrir bókina. Á. G. „Sögur lxanda börnum og unglingum. Friðrik Hallgrímsson hefir búið undir prentun. —IV.“ — Reykjavík 1934. Bókaverzl- un Sigfúsar Symundssonar. — 98 bls. — Fimtán sögur eru i þessu hefti, en það er fjórða heftið af barnasögum séra Friðriks. Tvent einkennir sögur þessar, eins og allar sögur séra Frið- riks: Þær eru liollar og við hæfi barna. — Að þær séu við barna hæfi hefir reynslan sannað, því að þær hafa verið sagð- ar í barnatímum útvarpsins og valcið mikla eftirtekt hjá hin- um ungu hlustendum. Mun ekki of sagt, að öllum öðrum ólöstuð- um, að séra Friðrik sé „vinsælasti útvarpsfyrirlesari barnanna“. Sögurnar hafa einnig verið mikið lesnar, eins og sést af því, að heftin skuli nú vera orðin fjögur. — Um hitt, að sögurnar séu hollur lestur fyrir börn, mun hver sá sannfærast, sem kynnir sér þær. Þar er verið að innræta börnunum það, sem gott er og göfugt, verið að sá góðu sæði i hjörtu þeirra á þann hátt, sem þau skilja bezt. Ættu því foreldrar, sem ant er um að göfga innræti barna sinna, að útvega þeim sögur þessar. Geta þeir þá sjálfir sannfærst um, hver áhrif sá lestur hefir á lunderni barnanna. S. P. S. „Kristur og mennirnir. Eftir Friðrik HaUgrímssorí' — Reykja- vik 1935. Utg.: ísafoldarprentsmiðja h./f. — 87 bls. — Ég las þessa nýjustu bók séra Friðriks með óblandinni á- nægju, og mér þykir næsta ólíklegt, að þeim, sem hana lesa, þyki ekki vænt um hana eftir lesturinn. Því veldur hæði það, hve skemtileg hún er aflestrar, og einnig hitt, að hún á erindi bæði til ungra manna og aldraðra, til heilbrigðra manna jafnt og til sjúkra og sorgmæddra.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.