Kirkjuritið - 01.05.1935, Blaðsíða 29
Kirk.juritið.
íslenzkar bækur.
213
Fyrsti kaflinn er um Krist og æskuna. Höfundurinn bendir á,
að Iíristur hafi altaf átt greiða leið að hjörtum barnanna, og
vitnar i eigin reynslu þvi til stuðnings. En jafnframt bendir
hann á þá sorglegu staðreynd, að fjöldi barna og unglinga hér
á landi verði fyrir litlum trúarlegum áhrifum, og telur náið
samband vera milli þess og hins, að oft komi það fyrir, að
litlir drengir, um óg fyrir innan fermingaraldur, gjöri sig seka
í ýmiskonar óráðvendni, og fjöldi unglinga sé að sleppa sér
út i taumlausan og háskalegan soll. „Þetta þarf að breytast“,
segir höf., „ef hér á landi á að alast upp æskulýður, sem verði
foreldrum sinum til gleði og ættjörðu sinni til gagns og sóma.
— Það er ekki nóg að barma sér yfir ástandinu og kvarta um
léttúð unga fólksins. Hér er þörf drengilegra átaka og þeirrar
trúar, sem gefst ekki upp, þó að ekki lagist allt i einni svipan“.
— Svo kemur hver kaflinn öðrum betri og eru yfirskriftirnar
þessar: „Kristur og syndugir menn“, „Iíristur og starfandi
inenn“, „Kristur og mótlætismenn“, „Kristur og efasjúkir menn“,
„Kristur og vinir hans“, „Kristur og dauðlegir menn“. — Ánægju-
legt hefði verið að benda á margt í köflum þessum, sem vel er
sagt og áreiðanlega á erindi til margra, en rúm „Kirkjuritsins"
leyfir því miður ekki, að út i það sé farið. Ég vona, að margir
eignist þessa litlu bók og lesi liana sér til gagns og g'eði. —
Allur ytri frágangur er hinn prýðilegasti. S. P. S.
„Vordraumar. Ljóðmæli eftir Kjartan Ólafsson brunavörð“. —
Reykjavík 1935 — 112 bls. —
Höfundur nefuir þessi ljóð sin Vordrauma, og er það réttnefni.
Hann yrkir um vorið og vorkomuna, sólina og ylinn. Hann lieils-
ar vorinu, „sem vonirnar g æðir, vetrarins fannir af tindunum
bræðir“.
„Ég lieilsa þér vorið, með hugljúfa friðinn,
heiðlóukvakið og þrastanna kliðinn,
syngjandi morgna og sólbjörtu kvöldin,
sæbláu lýsandi vornæturtjöldin".
Ljóðin bera þess einnig vott, að vorgróður sé í hjarta skáldsins.
Hann biður drottin, „sem elskar alt það sem lifir“, „um bless-
unarlindir við böli og sorgum og þraut“. Hann flýr til hans, sem
er „ljósið þjóða, leiðarstjarnan sanna og góða“ og syngur honum
Iofgjörðarljóð. Og óskifta samúð virðist höfundur eiga með þeim,
er bágt eiga og við erfið kjör búa, og óskir um batnandi framtið
einstaklinga og þjóðarinnnar allrar. Ilann langar til þess, að
„börnum íslands“ gleymist aldrei Ijóð Hallgrims Péturssonar, en
hver kynslóð drekki líf af Ijóðum hans. Og hann þráir, að þjóð