Kirkjuritið - 01.05.1935, Blaðsíða 37
Kirkjuritið.
Innlendar fréttir.
221
Athugasemdir
við frumvarp til laga um afhending Dómkirkjunnar til safnaðar-
ins i Reykjavík og fjölgun sókna og presta í Rcykjavík og öðrum
kaupstöðum.
Við 1. gr. Dómkirkjan, einasta lcirkja þjóðkirkjusafnaðar
Reykjavikur, er „landssjóðskirkja", þ. e. eign ríkisins. Fylgja
þar, sem annarstaðar, þar sem líkt stendur á, þau réttindi, að
kirkjueiganda bera allar sóknartekjur kirkjunnar, en jafnframt
hvílir sú skylda á kirkjueiganda, að hann sjái um kirkju, eða
eins og hér er ástatt, kirkjur, er fullnœgi söfnuðinum til guðs-
þjónusluhalds. — Undan þessari skyldu vill 1. gr. frv. þessa
leysa ríkið fyrir fult og alt með nefndu 30 ára árgjaldi.
Við 2. gr. Eitt af mörgu, sem gjörir sóknarskiftingu i Reykja-
vík mjög aðkallandi, er hinn öri vöxtur bœjarins, svo að búasl
má við, ef ekkert er að gjört, að þau kirkjustæði, sem hentug-
ust mega teljast, verði tekin undir aðrar byggingar.
Við 3. gr. Með sóknarskiftingu er greitt fyrir því, að áhuga-
menn geti beitt sér við fjársöfnun til kirkjubyggingar, hver á
sinu afmarkaða svæði. Enda er þá forustan að sjálfsögðu komin
1 hendur sóknarnefnda hverrar sóknar.
Við 4. gr. Ef Dómkirkjusókn næði yfir Vikina, Tjarnar-
brekku, Þingliolt, Arnarhól, Laufás, Ásgarð og Sólvelli, væru
þar nú búsettir um 10 þús. þjóðkirkjumenn, og væri þvi hæfi-
legt prestakall með 2 prestum, samkv. frv. þessu.
Ef Ilallgrímskirkja yrði bygð á Skólavörðuhæð, væri Skugga-
hverfi, Auslurhlíð, Tungan, Suðurhlíð, hæfilegt prestakall fyrir
2 presta með um 8 þús. þjóðkirkjumenn nú búsetta á þessu
svæði.
Þá er í Vesturbænum þörf á nýrri sólcn er yrði prestakall út
af fyrir sig og lieita mætti Nesprestakall. Þar eru búsettir um 4
þús. þjóðkirkjumenn á svæðinu: Ægissíða, Bræðraborg, Selland,
Eiði, Kaplaskjól, Seltjarnarnes. Et* það hæfilegur fólksfjöldi
fyrir 1 prest til að byrja með.
Þá eru þrjú svæði eftir, er hvert ættu að verða sókn út af fyrir
sig: Grímsstaðaholt, Skildinganes, Bráðræðisholt, Melarnir, með
nálægt 1500 manns. Öskjuhlíð, Fossvogur, Sogin, Kringlumýri,
Ártún, Breiðholt, með nálægt 600 manns. Ennfremur: Laug-
arnar, Sundin og Rauðarárholt, með nálægt 1400 manns. Gætu
allar þessar sóknir verið eitt prestakall, sem þó fyrst um sinn
nyti þjónuslu presta Hallgrímssóknar og Nessóknar.
Þess skal getið, að nöfn á bæjarliverfum eru frá Ilagstofu ís-
tands, eins og manntal hvers hverfis er þaðan fengið.