Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 40

Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 40
224 Erlendar fréttir. Kirkjuritið. Þegar alt þetta er athugað, virðist óneitanlega þurfa að hafa talsvert einkennilega og kollótta samvizku til að halda því enn þá fram, að trúarbragðafrelsi riki í Rússlandi. í náinni samvinnu við Sovjetstjórnina starfar hið svonefnda „Baráttusamband guðleysingja“. Árið 1932 taldi það i Rússlandi 7 miljónir meðlima. Af þeim voru ca. 1% miljón börn á aldr- inum 8—14 ára. Þetta félag gefur út tímaritið „Guðleysingj- ann“, er kemur úl vikulega í 500,000 eintökum. En jirátt fyrir það, þótt úfnar öldur ofsókna, undirróðurs og andúðar hafi risið hátt umhverfis hina rússnesku kirkju, síðan byltingin mikla varð þar í landi, jiá hafa þœr öldur víða brotnað á andstöðu þjóðarinnar sjálfar og trygð hennar við trú sína og kirkju. Enn í dag mun nálega helmingur þjóð- arinnar halda fast við trú feðra sinna, þrátt fyrir alla erfið- leikana, láta skíra börn sín og færa hina dánu til greftrunar í vígða mold. Hér skal engu spáð uin framtíð hinnar rússnesku kirkju. En þess iná geta, að margar ofsóknir hefir kirkjan staðisl á lið- inni tíð. Margar holskeflur hafa risið hátt gegn henni um ald- irnar. En þær holskeflur hafa hingað til brotnað án þess að vinna henni varanlegt mein. Og hvað sem um hina rússnesku kirkju kann að verða í framtiðinni, þá er það víst, að guðs- trúin verður ekki borin út úr sál rússnesku þjóðarinnar með ofbeldi eða harðneskju. Það er jafnvonlaust verk, eins og að ætla sér að bera sólskinið i vatnsfötum. S. V. ♦o*a *cDfC3 to*a tcwca »cwa ato* o*o* a>tOM o*o* ot( | ALMENNUR KIRKJUFUNDUR n verður haldinn í Reykjavík 23. og 24. júní og lengur, i ef þörf krefur. * Fundurinn hefst með guðsþjónustu i Dómkirkjunni. Umræðuefni verða: I. Skipun prestakalla. II. Samtök og samvinna að kristindómsmálum. III. Önnur mál, sem fulltrúar vilja, að borin verði upp á fundinum. Tvö erindi verða flult fyrir almenning i Dómkirkj- unni. Séra Friðrik Rafnar mun flytja hið fyrra, um skip- un prestakalla, en Valdimar Snævarr skólastjóri hið síðara, um safnaðafræðslu. Undirbúningsnefndin.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.