Kirkjuritið - 01.04.1937, Side 12
130
Jón Magnússon:
Kirkjuritið.
eigast liana sem barnatrú í æsku og hún vitanlega þrosk-
ast með honum ár frá ári, enda varð hún honnm hald-
hezta stoðin í öllum raununi æfi lians og sól lífs hans, er
húmaði að hinztu nóttinni, sem híður vor allra að æfi-
lokum.
Vér minnumst Hálfdánar vígsluhiskups seni eins
þeirra kennimanna Krists, sem það átti heima um að
vilja ekki drotna yfir trú safnaðarmanna, heldur vera
samverkamenn að gleði þeirra (shr. 2. Kor. 1, 24).
Guð gefi kirkju vorri marga slíka starfsmenn.
Jón Helgason.
ÚTFARARSÁLMUR.
Lag: í dag er glatt í döprum hjörtum.
Þín ástúð Ijómar yfir höfin,
þótt ennþá skilji lönd.
Það líf ei fjötrað getur gröfin,
sem grær í drottins hönd.
Þá heiman ertu horfinn sýnum,
í himnadýrð þú býrð hjá Guði þínum.
Hann var þér æfi- skjöldur, skjól,
í skugga jarðar von og sól.
Því skal það huggun hrjáðu geði,
á harma þungri stund,
að sjá þig hverfa af sjúkrabeði
á sælla vina fund.
Að vita nú, hver þraut sé þrotin,
hinn þungi hlekkur dauðans sundur brotinn.
Hann bróðir þinn um eilífð er,
sem allra sorg og þjáning ber.