Jólakötturinn - 24.12.1910, Page 3

Jólakötturinn - 24.12.1910, Page 3
3 Tigul tveir. Mikið mótlæti mun mæta þeim sem spyr; en alt mun þó hafa góðan enda. Tigul þristur merkir að sá sem spyr er enn- þá ekki fær um að taka þá stöðu sem hann óskar. Tigul fjórir, mikil gæfa mun falla þjer í skaut á næstu fjóruin árum. Tigul fimm, dauði foreldra þinna mun breyta áformum þínum. — Tigul sex boðar ófarsæla gifting, hjónaskilnað eða ósamlyndi milli vina. — Tigul sjö sá sem spyr þarf að bíða leng eftir þvi er hann girnist. ■ Tigul átta, sá sem spyr mun hafa lukku með öll sín fyrirtæki. — Tigul nía. Ef sá sem spyr reynir að koma áformum sínum í framgang strax mun alt ganga vel en að hika er sama og tapa. Tigul tía. Boðar ferð til framandi lands þar sem sá er spyr mun uppskera allskonar hamingju. Tigul gosi merkir snotran bjarthærðan mann sem mun (bjóða þjer þjónustu sína,) eða mann setn er þjer velviljaður. Tigul drottning ung og fríð kona hefir ást á þjer. Tigul kóngur boðar gleði og hamingju góöa giftingu einnig fríðan pilt; en latan. — Laufás sá sem svyr mun missa einhvern sjer nærskildan eða venslaðan, en af því dauðsfalli mun leiða farsæld fyrir framtíð hans.

x

Jólakötturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólakötturinn
https://timarit.is/publication/445

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.