Jólakötturinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Jólakötturinn - 24.12.1910, Qupperneq 4

Jólakötturinn - 24.12.1910, Qupperneq 4
4 Lauf tveir, dökkklæddur maður mun koma til þín snemma á morgun, til að fá þig í fjelag með sjer, sintu honum ekki, annars mun illa fara. Lauf þristur. Sá sem spyr mun eign- ast mikinn auð en eiða honum öllum; með óreglu en á efri árum mun hann erfa lítið en snoturt bóndabýli og þar mun hann deyja rólegur. Lauf fjarki merkir að reynt verður að spilla mannorði þínu með rógburði. Lauf fimm. Háttstandandi niaður mun mjög bráðlega byðja þín og þú munt verða mjög ham- ingjusöm. Lauf sex boðar gleði og hamingju, eða gjaf'r. — Lauf sjö þýðir illkynjaða ástríðu sem má þó yfirbuga með harðri baráttu. Lauf átta. Um síðir mun sá sem spyr fá sínar óskir uppfyltar en lengi má hann bíða. Lauf nía. Sá sem spyr mun eignast mikinn arf en jafnframt lenda í þrasi og málaferlum. Lauf tía boðar langa ferð; sem sá er spyr mun hafa mjög gott af. Laufgosi merkir afbrýðissemi. — Lauf drottning merkir meirjháttar konu ríka en drambsama. Lauf kóngur merkir meiriháttar mann, helst sýslutnann harðann og grimmann, sem sá er spyr mun bráðlega komast í kynni við. Spaða ás merkir dauðsfall, eða veikindi. Spaðatveir merkja að sá sem spyr ætti að bæta breytni sína, og þá mun honum vegna vel.

x

Jólakötturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólakötturinn
https://timarit.is/publication/445

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.