Jólakötturinn - 24.12.1910, Blaðsíða 8

Jólakötturinn - 24.12.1910, Blaðsíða 8
8 veikindi, eða stríð og mótiæti, sama er að segja um það að drekka vatn ef það er of heitt eða of kalt. Akur, tún eða engi, græn og í blóma, er eitt hið besta í draumi, en bleikan og blóm- um snauðan boðar það sorgir eða vonbrygði, sömu merking hafa öll blómstur eða rósir. — B Barn; að dreyma barn eða börnífæðingu boðar mikla hamingju fyrir þann sem dreym- ir, en að bera þau eða stríða nokkuð við þau í draumi, boðar illt, að dreyma börn annað- hvort með sítt hár eða skegg, er fyrir dauða þeirra eða minsta kosti veikindum. D Dautt fólk. Að kyssa dauðann mann í draumi boðar Ianglífi, en að gefa dauðum manni eitthvað boðar eignamissir, eða eitt- hvað mótlæti. Að sjá í draumi þann mann deyja sem áður hefir dáið, boðar að sá sem það dreymir mun missa einhvern nákominn ættingja sinn. Að sjá dauðan mann án þess að tala til hans, merkir að draummaður muni hafa Iík forlög og hinn dauði. Ef einhver af ættingjum manns sem er dauður kallar eftir arfi eða skuld hjá manni, er það fyrir dauða nánustu ættingja eða vandamanna. Að

x

Jólakötturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakötturinn
https://timarit.is/publication/445

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.