Hlín. - 15.12.1903, Qupperneq 15
Nr. 1. 2. b.
Hlín.
11
a. m., að landið hafi verið skógi vaxið milli fjalis og
fjöru, þar sem nú eru uppblásin holt og melar og að
kornyrkja hafi til forna verið víða, Jar sem nú eru
mýrar1 og forir, og eg sýndi þá fram á, að þetta hefði
orðið fremur af mannanna völdum, en náttúrunnar. í
sögu Guðmundar hins góða er íslandi svo lýst, „að það
nafn megi segjast eiginlegt þeirrar eyju, því að þar er
íss í nóg bæði lands og lagar. Á sjánum liggja þeir
hafísar, að með sínum ofvægilega vexti taka þeir að
fyila norðurhöfin, en yíir háfjöll landsins svo úbræðiiegir
jöldar með yflrvættis hæð og vídd, að þeim mun útrú-
legt þykja, sem fjarri eru fæddir. Skógur er þar engi
utan björk og þó lítils vaxtar. Korn vex i fám stöðum
sunnaniands og eigi nema bygg“. Mætti eigi enn lýsa
íslandi á líkan hátt? Landslag er nú hið sama á ísiandi
ogfyrrum; hnattstaða Þess hefir eigi breyzt, loftslag er
viðlíkt og á söguöldinni, kuldar hvorki meiri nó minni,
það sem óx á íslandi í fornöid, gæti því að líkindum
vaxið þar enn; þar sem birkiskógar áður uxu, enda þótt
smávaxnir væru í samanburði við skóga erlendis, eru
nú að eins eftir fáeinar örkumla hríslur, eða þá melar
eða forað. Fnjóskadalsskógurinn var fyrir hundrað ár-
um álitlegur , en er nú nær horfinn. Húsafellsskógur-
inn var fyrir öld mjög blómlegur, en er nú fyrir löngu
fallinn. í Hallormsstaðaskógnum, lang-álitlegasta skógn-
um á öllu landinu, eru nú að eins eftir fáein tró og
kjarr, og jafnvel þessar örkumla hríslur eru á förum,
svo óþyrmilega er með þær farið og óskynsa-mlega, aldrei
er hlúað að hríslunum. Þær eru eigi varðar fyrir á-
troðningi penings, og óspart var hrís rifið ár frá ári til
eldiviða og kolagerðar, en einmitt þetta hefir orðið til
þess, að skógarnir, er svo viða er getið í fornsögunum,
eru nú nær algerlega eyddir eða eru að eyðast heima