Hlín. - 15.12.1903, Side 44

Hlín. - 15.12.1903, Side 44
26 Hlín. Nr. 1. 2. b. það um, að það sé engin nauðsynleg eftirspurn eftir verkafólki kér í Canada. Það getur þess að það sé flaggað með það, af innflytjenda agentum, og iíklega að- samþykki verkstæðafélagsskapar sé fengið þar um, að þá vanti nú 10,000 vinnuhæfa menn, en slíkt sé til- hæfulaust. Verð á öllum nauðsynjavörum stígi stöðugt upp. í bréfinu er skýrt frá, að sá húsfaðir, sem neyti allrar sparsemi við heimilishald sitt, eyði um $80—$120 meira í árskostnað, en árið 1896. Það segir, að elds- neyti hafi hækkað í verði um 40 °/0 og allar nauðsynjar hafi stigið frá 25 °/0 upp í 50 °/0, síðan 1896. Húsaleiga sé okur og neyðarkjör. Bréfi þessu er útbýtt til þess að vinna af alefli á móti hóflausum innflutningi, eins og nú á sér stað, og sem óðar verður þjóð og einstaklingi til hnekkis og skaða, Þessi frétt um bréfa útsendingu þessa er nýkomin frá Lundúnum og mun vera sönn og rétthermd. Preston innflutningastjóri Laurierstjórnarinnar berst um á hæl og hnakka á Englandi, að hrekja þær fréttir, að stóri hópurinn, sem kom frá Engiandi, flutti inn í Norðvesturlandið og nefndir eru Barr nýlendumenn, ætli í hundraða og þúsunda tali að snúa heim aftur, eins fljótt og þeir geta. Mennirnir hafa skrifað þetta heim til ættjarðarinnar og vina, en Preston gamli hikar ekki við að segja, að þeir ijúgi þessu. Staðhæfir að þar séu allir harð-ánægðir. Innflutningsmál Canada er óefað þriðja þýðingar- mesta málið, sem stjórn landsins hefir með höndum, en núverandi sambandsetjórn er búin að gera það mál að hneykslan og „svínaríi". Ilkr. 18/G ’03. IC. Á. B.

x

Hlín.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín.
https://timarit.is/publication/447

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.