Kirkjuritið - 01.01.1945, Side 16

Kirkjuritið - 01.01.1945, Side 16
10 Páll Þorleifsson: Janúar. smátt bi'Linnu þær lit liinar svörtu syridir. Þær brunnu út i hugsjónaeldi hinna ágætustu sona, marina, sem innra með sér áttu ófölskvaðan eld fórnar og kærleika, vitsmuna og drengskapar og trúar á land sitt og GuÖ. Fyrir atheina þeirra, þrotlaust starf og strið mega menn mi loks fagna til fulls frelsi. Það eru ný óendanlega mikilsverð þáttaskil að hefjast í sögu íslenzku þjóðarinnar. Þau þáttaskipti fara svo að segja saman við önnur tímamót i sögu alls héimsins, sem menn vona stórum, að séu nú framundan. Það er trú margra, að upp úr syndaflóði því, sem allt hefir nú sokkið í, eigi heimurinn eflir að risa iðjagrænn. Öll þau gróandi öfl, sem mannkynið á vfir að ráða, munu að stríði loknu leggjast á eitt, til þess að byggja á rústum hruninna borga nýtt hamingjusamt líf. Saga jafn harm- þrungin má aldrei endurtaka sig. En trúna og kraftinn lil þeirrar uppbyggingar og nýsköpunar munu menn fvrst og fremst sækja til kristinnar trúar. Kirkja ýmsra hernuminna landa hefir nú áþreifanlega sýnt og sannað, vfir hvilíkum fórnar- og haráttumætti liún býr, og hvílíkt afl hún er lil viðnáms hverskonar and- legri og þjóðernislegri kúgun.' í Þýzkalandi stóð hún lengst allra stofnanna gegii kúgun nazismans. Og klerk- dómur Noregs og Danmerkur hefir á óglevmanlegan liátt gert prédikunarstólana að útvirkjum andlegs frelsis gegn hverskonar ofheldi og ógnunum. Þar liefir undan- farið margur prestur slaðið ótrauður á verði, fylltur þeim guðmóði og krafti, sem kristin trú ein getur veitt, og fyrr látið líf sitt en hann hafi svikizt undan merki sannleikans. Blóð píslarvættisins hefir sannarlega á ný vökvað vora syndugu jörð. Að slríði loknu mun það á- i'eiðanlega einnig eiga eftir að reynast útsæði ódauðlegra hugsjóna, aukinnar trúar á lnð volduga og dýrðlega að baki því sýnilega. (ilaðir hafa ýmsir af mestu persónuleikum kristninnar þolað pislir og kvalir undanfarin ár og sumir þeirra lýnl

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.