Kirkjuritið - 01.01.1945, Qupperneq 20
14
Pá 11 Þorleifsson:
Januar.
þeirrar stéttar, þátttakendur í stríði hennar og lífsbar-
'áttu, einnig í gleði hennar og sorgum. Kirkjan varð
raxnmíslenzk stofnun, sem i livívetna renndi enn styrkari
stoðum undir sjálfs-bjargai’viðleitni manna og frelsis-
þrá, um leið og hún flntti ódauðleg sannindi kristinnar
trúai'. Hún opnaði höfuðsnillingum eins og Hallgrími og
Vídalín leið að hvers manns hjarta, gerði þessa afbui’ða
andans leiðtoga að lieimilisprestum einnar kynslóðar
á fætur annarrar.
Kirkjan boðaði hin ódauðlegu sannindi kristinnar
trúar og um leið reyndi hún eftir megni að auka þjóð-
erniskend, málsmekk, ástina á landi og þjóð.
Vitanlegt er, að hvergi er kirkjan nú það ytra vald,
sem hún áður var. En liinu má ekki glevma, að jafnvel
þó tiðir séu af ýmsum ástæðum lílt ræktar nú, þá á
kristin lífsskoðun mikil og sterk ítök í lmgum fjölda
manns. Hinn undursamlegi boðskapur Ivrists er fluttur
enn af heimilum, skólum og kirkju hverjum einstaklingi
innan kristinna þjóðfélaga. ()g ég þori að fulyrða, að
það er ekkerl það Iijarta til, sem heyrt hefir hin guð-
dómlegu orð meistarans mikla, sem ekki hefir einhvern-
tíma oi’ðið djúpt snortið. Ekkert barn, sem lærl hefir
bæn af vörum móður sinnar, getur til fulls gleymt lielgi
slíkra stunda. Og fermingarbarn, sem stendur uppi við
altai’i Guðs og gengur þar með bljúgum liuga Kristi á
hönd, mun ætíð siðan minnast þess dags með hátíðlegri
alvöru.
Hlutverk það, sem kirkju framtíðarinnar er ætlað að
vinna innan hins islenzka lýðveldis, verður margþætt og
stórt. Kii’kjan er ein af mállarstoðum hvers menningar-
þjóðfélags. Hún er eini vettvangurinn, þar sem allir
þegnar mætast á, ungir sem gamlir, ríkir sem fátækir,
viti’ir sem fávísir, hvaða flokki sem þeir heyra til.
Frannni fyrir persónu Jesú Ki’ists hverfur allur slíkur
mismunur. Mun hið nýstofnaða lýðveldi vort sjá sér fært
að standa án þess stvi’ks, sem bræðrasamfélag allra