Kirkjuritið - 01.01.1945, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.01.1945, Blaðsíða 21
Kirkjuritiö. Kirkjan og framtíðin. 15 kristinna manna kann að veita þvi? Gaati það ekki í'arið að verða örlagaríkt afskiptaleysið um andleg mál? Eru það ekki fyrst og fremst rikjandi stefnur í andlegum efnum, sem annaðhvort smíða lilekki ánauðar og ófar- sældar á hendur framtíðinni eða tryggja öldum og ó- bornum frið og hamingju? Hvert er það vefjarsöngsstef, sem kveðið er nú yfir vöggu liins nýja lýðveldis? Er það samið og sungið í dyngju þeirra álaganorna, sem á ný kjósa feigð og ófarir yfir land og þjóð? Eru hæstu tónar þess sungnir af sundurþykkjunni, magnaðri aí siðferðilegu ábyrgðarleysi og hóflausri fégirnd? Eða eru það dísir hamingjunnar, sem liefja nú loks upp •'aust sina að þessum miklu tímahvörfum? Má hlera haki þess söngs Jónsmessufrið, ást á gróandi, heillandi draum djarfhuga, viljasterkrar æsku? Ur því mun framtíðin skera. Viða um land hefir nú farið fram hylling fána vors <>g lög verið samþykkt um meðferð hans. Fáni vor i sínum hreinu litum er lákn alls þess, sem islenzkt er. Hvar sem hann blaktir, minnir hann á land vort, sem vér elskum meira en nokkurt annað land, og á þjóðina, sem byggir það. Hvar sem vér horfum á hann við -hún, sjáum vér i haksýn hylla undir alla sögu vora frá fyrstu tímum, hið þrotlausa. stríð kynslóðanna fyrir heiðri og' frelsi i gegnum aldirnar. En í útbreiddan fána-feld allra kristinna ]>jóða er greipt liið æðsta tákn, sem lil er á þessari jörð — krossinn. Að baki fánans, æðsta þjóðernistákni hvers lands stendur kristin trú. Hún er sá eldur, sem kveikt hefir stærstu lmgsjónir mannsandans. Ekkert þjóðfélag fær staðizt til lengdar án fórnar og friðarhugsjóna kristindómsins. Þessvegna er hlutverk kirkju hvers lands ekki sízt nú svo óendanlega stórt. Kirkjan má aldrei sofna á verði sínum. Hátt á lofti á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.