Kirkjuritið - 01.01.1945, Page 24
18
E. T.: Séra Hallgrímur Thorlacius.
Janúar.
iðkana, einkanlega á vetrum, er hann var orðinn ein-
stæðingur og' hættur búskap að mestu. Einnig var séra
Hallgrimur vel að sér í forn-íslenzku og ritaði fagurt
og hreint (klassiskt) mál.
Séra Hallgrímur var vel á sig kominn, sterkur vel og
þar eflir glíminn; sóttu fáir gull í greipar hans. Hesta-
maður var liann góður svo sem margir aðrir Skagfirð-
ing'ar og átti jafnan ágæta reiðhesta.
Eftir að séra Hallgrímur lét af iirestsskap, hafðisl hann
við í námunda við Glaumbæ, ýmist á Marbæli eða i Há-
túni hjá vinafólki sínu, og þar lézl hann, 31. okt. s.l.
Hann unni mjög Skagafirði og vildi hvergi fremur
vera. Ilann dáðist að vornóttinni í Skagafirði, er sólin
skríður róleg og brosmild fram undan Tindastól, veður
alla nóttina á sjónum, en klæðir allt innhéraðið í gull-
inn skrautbúning með geislum sínum. Þarna fá menn
að sjá inn í „nóttlausa voraldar veröld, þar sem víðsýn-
ið sldn“. „Um bjarta og' heila vornótt í Skagafirði, finnst
mér alltaf, að ég sjái inn í sjálfa eilífðina“, segir hann
í bréfi til mín.
Séra Hallgrímur var trygglyndur, vinfastur og frænd-
rækinn. Merkur maður, nákunnugur, telur, að bann hafi
verið skyldurækinn prestur og góður barnafræðari,
kennimaður góðr og flutti oft ágætar tækifærisræður.
Ritfær vel og prýðilega skáldmæltur. Hann var áhrifa-
maður .í liéraði, hjálpsamur, vinsæll og velmetinn og því
sannnefndur héraðshöfðingi. Mun hans lengi minnzt og
að góðu getið i Skagafirði og annars staðar þar, er liann
var þekktur.
Einar Thorlacius.
KirkjuritiS hefir verið beðið að birta kveðjuorð séra Hallgrims
til safnaðar lians, og mun það gjört siðar.