Kirkjuritið - 01.01.1945, Síða 26

Kirkjuritið - 01.01.1945, Síða 26
20 Guðbjörg Jónsdóttir: Janúar. ,Gestrisnin á i>uðastóli“. Ég heyrði yður einu sinni lesa í Útvarpið grein eftir Stefán frá Hvítadal, mig minnir, að hún liéti „Jólaminn- ing'“. Þessi ritgerð er aðallega helguð foreldrum mínum og Fellskirkju, greinin er ágætt mal og' lýsing á þessu, sem hann talar um. Þótt ég kæmi að Felli á þessum ár- um, þá veigraði ég' mér við að lita inn í geymsluhúsið, því að ég vissi ekki, livaða skran var nú við altarisliorn- ið, hægra megin, þar sem faðir minn átti sæti, eða í innsta sætinu, þar sem móðir mín sat, vissi heldur ekki hverju hefði verið lirúgað á blettinn, þar sem séra Hall- dór stóð, meðan hann söng þetta vers: „Haf þú Jesú mig í minni“, þegar hann kom til að kveðja kirkjuna sina í síðasla sinn, söfnuðinn hafði hann áður kvatt, ]iað var seinlegt að kveðja kirkjuna. Það eru gerðar meiri kröfur til presta nú en í gamla daga, þá var nóg að vera prestur, embættið var virt, livað sem manninum leið, nú er það breytt. Svo er annað, prest- arnir þurfa að vera mjög gestrisnir, sem sagt: Á lieimili jirestsins verður gestrisnin að sitja á „guðastóli“, eins og Sigurður Breiðfjörð orðar það. Ef presturinn ætlai' að ávinna sér virðingu og hvlli sóknarfólksins, þá er engin leið til þess önnur en sú, að taka því með rausn og vinsamlegri alúð. Kristur sjálfur sá elcki einungis fyrir andlegum þörfum þeirra, sem á hann hlýddu, held- ur og' líkamlegum, þar er fordæmið. Og þar sem prestur og prestskona eru samtaka í því að taka vel á móti kirkjugestum, þar eru kirkjurnar ekki mannlausar næstum alla messudaga ársins. Ég þykist vita, að þér hafið lesið „Kveðjuorð“, sem séra .Tóni Norðfjörð á Stað i Steingrímsfirði voru flutt við hurtför hans. Þau voru birt i Lesbók Morgunblaðsins. Þar er jirýðileg lýsing á snilldarheimili prestsins, eins og hann á að vera, og konan fyllilega jafnoki hans. Vorið 1892 var ég' á Miklabæ hjá séra Birni bróður

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.