Kirkjuritið - 01.01.1945, Síða 30

Kirkjuritið - 01.01.1945, Síða 30
21 Helgi Tómasson: Janúar. J)ví að mörg fyrirbrigði sálsýkisfræðinnar aðeins eru stækkuð eða afskræmd mynd af liinum lieilhrigðu sál- arlegu fvrirhrigðum. Af þessum ástæðum evkur nokkur sálsýkisfræðileg þekking' skilning okkar, hæði á öðrum og sjálfum okk- ur, og getur þvi oft orðið nokkur stoð i lífsharáttunni. Fólk leitar til presla með ýmis vandamál sín, sum- part sem vina eða viturra ráðgjafa, sumpart eingöngu vegna prestsstarfsins og stöðunnar. Að svo miklu leyti, sem vandamálin eru sálfræðilegs eðlis, eða réttara sagl sálsýkisfræðilegs eðlis og falla undir þennan seinni lið, fer ég um þau nokkrum orð- um. Fyrri liðurinn vrði auðvitað miklu umfangsmeiri, með þvi að hann gæti náð til allra tegunda vandamála, sem mennina yfirleitt hrjá og sem þeir gela rælt um við aðra, vini eða velunnara. Ég kem aðeins inn á lumn að svo miklu leyti, sem mér virðist j)að nauðsynlegt efnisins vegna, eftir þeirri skilgreiningu, sem ég liefi valið í byrjun. Starf prestsins, séð með augum Ieikmannsins, mun að mestu mega líta á sem túlkun trúarlegra efna, sem túlkun siðferðilegra reglna og háspekilegra lnigleiðinga. í sambandi við þessi störf eru ýmis föst verkefni, sem falla í hlut prestsins, svo sem I. d. messugjörðir, skírn, ferming, hjónavígslur, líkræður, lmggun í hörnnmgum, samgleði í velgengni, almennar leiðbeiningar um sæmi- legt framferði, leiðbeiningar um æðra viðliorf hugarins o. s. frv. o. s. frv. Það mun óhætt að telja, að algengast sé að fólk leiti til prestsins, ef það finnur sérstaka trúarþörf hjá sér, eða einhvern trúarvafa eða vandkvæði. Tiúarþörfin fer vitanlega fyrst og fremst eftir hlut- fallinu milli vitaðs og óvitaðs hjó hverjum einstök- um, eða réttara sagt áhrifum hins óvitaða á hitt. En þau áhrif fara eftir skapgerð mannsins, eru því meiri sem

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.