Kirkjuritið - 01.01.1945, Qupperneq 34

Kirkjuritið - 01.01.1945, Qupperneq 34
28 Helgi Tómasson: Janúar. Ég gal þess i upphafi, að starf prestsins mætti frá leikmannsins sjónarmiði lita á sem túlkun trúarlegra efna, túlkun siðferðislegra reglna og háspekilegra hug- leiðinga. Ég hefi farið nokkrum orðum um almenna meðferð vandamála trúarlegs eðlis og vildi þvi næst geta nokk- urs meðferðar hinna siðferðislegu vandamála, að svo miklu leyti sem geðveikis- eða sálsýkisfræðileg hlið hefir farið um það misjöfnum höndum og hugarfar þeirra snertir afstöðu prestsins. Hávaðinn af fullorðnu fólki og flest hörn eldri en 6—7 ára hafa einhverja sam- vizku, þ. e. a. s. meira eða minna ákveðið hugboð um, iivað þeim sé siðgæðislega samhoðið á hverjum tíma og stað. Sainvizkusemin getur verið of mikil ekki síður en of lítil. Sjúkleg samvizkusemi lijá sumum mönnum veldur því, að þeir hálfdrukkna i smámununum, missa því oft yfirlit yfir það, sem af þeim er krafizt, og þegar meiru er á þá hlaðið, verður eitthvað útundan, sem þeim finnst eins þýðingarmikið eða jafnvel þýðingarmeira en flest annað. Þetta veldur þeim hugarangurs, sem svo ágerisl unz mennirnir missa traustið á sjálfum sér, finnst þeir ómögulegir afbrotamenn o. s. frv. o. s. frv. Finnst þeim þá, að þeir verði að leita stuðning hjá mönnum, sem þeim finnst miini vera sér sterkari. Oft verða það prest- ar, sem þeir leita til, því ef til vill finnst þeim þeir með athæfi sínu hafa brotið eitthvað einmitt gagnvart hon- um, sem t. d. fermdi hann. Þessa menn þarf að ræða ýt- arlega við og af skilningi, reyna að skilja störf þeirra og hugarfar og smásýna þeim fram á livað meginmáli slcipti o. s. frv. Er það býsna þakklátt starf. í öðrum tilfellum er samvizkusemin yfirleitt of lítil, svo að jafnvel er um fullkomið kæruleysi að ræða. Slíkir einstaklingar leita yfirleitt ekki til presta af þessum sökum, nema þá einstöku, og þá af hræsni. Er þeim mestur greiði ger með því að láta þá með fínu móti

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.