Kirkjuritið - 01.01.1945, Side 36
30
Helgi Tomasson:
Janúar.
sækja á hinn óbreyta borgara, kemur því oft til við-
ræðna um slíka hluti milli prests og' safnaðarbarna.
Þessi hlið starfsemi pirestsins hvgg ég", að muni vera, ein
hin þýðingarmesta fyrir andlega heilbrigði og að mark-
viss beiting sálfræðilegrar, eða sálsýkisfræðilegrar tækni,
gæti liér orðið almenningi að miklum notum.
Það er grundvallarsjónarmið, sem ég held að allar
sálsýkifræðistefnur séu sammála um, að allur hugur
hins heilbrigða manns miði jafnan að einu marki. Hann
getur gert þetta meira eða minna, verið misjafnlega
markviss. Það er ekki aðeins um hug mannsins að ræða
á einstaka augnablikum, heldur einnig um heildar-
stefnuna í lifi hvers einstaklings.
Aðeins sárafáir setja sér ákveðið mark i lífinu, sem
þeir geti miðað að. Fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að
þeim ekki er ljósl hvaða þýðingu það hefir, þarnæst
af því þá vantar yfirsýn og lífsreynslu til þess að geta
vitað, livaða mark væri um að ræða, og ennfremur af þvi
að þá vantar þekkingu á því, hvað til þessa eða liins
þurfi, svo þeir vita ekki hvort liæfileikar þeirra og að-
staða þeirra i lífinu myndi vera í samræmi við það
mark, sem þeir ef til vill vildu setja sér.
í þessiun sökiun hafa prestarnir alveg sérstaka að-
stöðu til þess að leiðbeina og að móta lieimspekilega
hugarfar einstaklingsins. Þeir kynnast börnunum á
unga aldri, þekkja foreldra þeirra og heimilisliagi. Þeir
eru menntaðir menn, oft með mikla lífsreynslu að baki
sér. Jafnvel án þess að einstaklingurinn verði þess var,
getm: presturinn lijálpað honum til þess að setja sér
eitthvert hugarmark við hans liæfi, gefið honum þa
kjölfestu, sem endist alla æfi. Æskilegast væri, að liann
gæti beinlínis rætt málið við livern einstakan, svo að hon-
um væri Ijóst livaða slefnu hafa skyldi. Auðvitað er
þetta margþætt vandamál, en það er ekkert verra, að
presturinn beiti sér vitandi vits fyrir því, heldur en hann