Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 2

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER MUNINN Ritstjórn Munins 2002 - 2003 Sigurður Gísli Sigbjörnsson Ritstjóri Finnur Dellsén Aðstoðarritstjóri Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Páll Valdimar Kolka Jónsson Aðstoðarritstjóri Aðstoðarritstjóri Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir Gjaldkeri Jóna Rún Daðadóttir Auglýsingastjóri Helgi Hrafn Halldórsson Vefstjóri Zoe Zeinowich Heisler Aðstoðarkona Muninn vill þakka eftirtöldum aðilum veitta aðstoð við gerð blaðsins: Þorsteinn Oskar Benediktsson: lán á Makkanum sínum Benedikt Þorri Sigurjónsson: aðstoð við tæknimál Sverrir Páll Erlendsson: prófarkarlestur Stefán Þór Sæmundsson: prófarkarlestur Valdimar Gunnarsson: prófarkarlestur Björn Teitsson: prófarkarlestur Grímur Dellsén: skutl o.fl. Birkir Baldvinsson: ljósmyndir Sveinbjörn Pálsson: lán á myndavél Olafur Haukur Arnason: auglýsingasöfnun og fyrir að vera alltaf til taks Gunnar Már Gunnarsson: auglýsingasöfnun o.fl. Helgi Vilberg Helgason: ýmsa tækniaðstoð Haukur Sigurðarson: lán á myndavél og myndir Sigurður Ægir Jónsson: fyrir að annast netþjónin Sveinn Daníel Sigurðsson: lán á prentara Jóhannes Gunnarsson: fyrir lán á geisladiskum Gunnar Kárason: fjármálaaðstoð Margrét Helga Guðmundsdóttir: myndvinnslu Una Þórey Sigurðardóttir: fyrir allar kökurnar Skólastjórnendur: leyfi til fjáröflunarferða o.fl. Stjórn Hugins: fyrir gott samstarf Hlynur Þór Jensson: ómetanleg aðstoð við vefinn Örlygur Hnefill Örlygsson: ómetanlega aðstoð við fjáröflun og margt fleira Ritstjórapistill Þegar ég hóf nám við Menntaskólann á Akureyri óraði mig ekki fyrir því að ég ætti eftir að sitja hér fyrir framan þessa tölvu og skrifa þessi orð í ritstjórapistil jólablaðs Munins 2002. Það var helst vegna þess að ég hafði ekki hugmynd um hvað Muninn var, auk þess sem ég fann ekki fyrir neinu sem mætti kalla blaða- mannaeðli í mér. Þetta er sennilega bara enn eitt gott dæmið um það hvað lífið 'getur komið manni skemmtilega á óvart. Nú þegar líður að jólum er ekki úr vegi að huga að því sem jól- in, hátíð ljóss og friðar, standa fyrir. Það er jú það sem Kristnir menn kalla fæðingu frelsarans, þótt frelsarinn sjálfur virðist standa æ meir að tjaldabaki á þessum tímum. Nú virðast jólin snúast um háannatíma í verslunarmiðstöðvum, óhóflega peninga- eyðslu, markaðssetningu og hærri blóðþrýsting. Framleiðendur gera lítið af því að minnast á þær tilfinningar sem ættu að fylgja jólum hvers manns; kærleika og ást, nema það sé til að markaðs- setja einhverja af vörum þeirra. Samfélag okkar er af flestum kallað iðnaðarsamfélag, og ef svo er hlýtur það líka að vera neyt- endasamfélag. Við erum háð framleiðslu fyrirtækja sem eltast við viðmið samfélagsins um velgengni í formi hærri söluprósentu og lægri kostnaðar. Þar af leiðandi leitast þau eftir að framleiða fleiri vörur með ódýrari hætti, og í leiðinni að ginna fólk til að halda að þetta sé einmitt það sem það þurfi til að fullkomna líf sitt. Að fólk geti haldið að einn hlutur breyti svona miklu um líf sitt er fá- sinna, þessir umræddu hlutir breyta ekki meiru en grjóthnullung- ur gerði í lífi manns. Jólakort sem eru prentuð í þúsundum ein- taka með innprentuðu gleðileg jól og farsælt komandi ár eru eitt besta dæmið um það hve gegnsýrð menning okkar er orðin af iðnvæðingu og fjöldaframleiðslu. Það er ógemingur að framleiða óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, það er ekki bara nóg að skrifa undir svoleiðis plagg. Það sem fólk ætti að leitast við að gera um jólin er ekki að eyða peningum í gjafir til ættingja og vina ef þær þýða ekki neitt. Gjaf- ir geta glatt, en þær geta líka bara verið ein af mörgum og fallið í gleymsku, og þar með tapað gildi sínu sem vottur um náunga- kærleik. Ef við viljum gleðja hvert annað getur þétt faðmlag og hlýleg orð á réttri stund verið dýrmætari en allur heimurinn. Með von um að þið eigið gleðileg jól og njótið komandi árs, Sigurður Gísli Sigbjörnsson Inspector editorum

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.