Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 9

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 9
MUNINN FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 9 MENNING Furðufyrirbærið ógurlega: Blogg Dagbók örvæntingarinnar Erfitt er fyrir almúgamann að svara sé hann spurður hvað blogg sé í raun og veru. Svo er nefnilega mál með vexti að þetta tökuorð er upprunalega sett saman úr orðinu web ann- ars vegar og hins vegar úr orð- inu log, útúr því kom svo anlega skemmtileg viðbót. En svo vikið sé að tilagangi fyrirbærisins þá er hið rómaða blogg hlutskipti þeirra sem ekki fá útrás fyrir þanka og rógburð í daglegu lífi og nota því veraldarvefinn í þeim til- gangi. Á svokallaðri bloggsíðu er því að finna ýmis konar pælingar um það sem hverj- Eitt sameinar þó flesta bloggara og skilur frá öðrum vefvæddum skrifum, það er að allir vel upplýstir bloggarar svara því sem fram kemur á öðrum slíkum síðum og gefa álit sitt á því sem þar stendur. Með þessum hætti myndast jafnan skemmtilegt samfélag vinafólks 3= Magga bullari u m sem o § weblog, sem styttist í blog. Eins og bent hef- ur verið á væri hægt að ^ þýða hvem hluta fyrir sig yfir á íslenska tungu og þá fengum við væntanlega orðin fannáll eða hreinlega fleiðari (sbr. vef- annál og vefleiðari). Svo er raunar möguleiki á því að fá út orðið fagbók með sama hætti, en þá grunar mig að við séum komin inn á svið viðskipta eða hagfræði - svið sem ég hætti mér ekki út á. Vandamálið við þessar þýðingar eru líklegast til hið sama og hrelldi nýyrðin langferðasjálfrennireið og þrýstiloftsflugvél á sínum tíma, þ.e.a.s. orðin eru e.t.v. ekki nógu þjál og þótt þau séu óneit- einum þykir merkilegt. Eins og gefur að skilja eru því æði margar tegundir til af fyrirbærinu og segir það nokk- uð um viðkomandi einstakling hvers kyns skrif hans eru. Þannig blogga sumir um pólitík dagsins í dag (og hljóta oft nafnbótina kommabloggari eða eitthvað þvíumlíkt fyrir vikið), aðrir um eigin einkamál og gerðir frá degi til dags og enn aðrir blogga einungis til að upplýsa vini og vandamenn, sem oft eru staddir í öðrum stað í veröldinni, um hvernig líðan þeirra er háttað. eru lélegir bloggarar óspart píndir og skammaðir ef lengist milli færslna. í haust gat undirritaður ekki haldið aftur af sér lengur og byrjaði hann því að blogga eitt miðvikudagskvöld og fékk í lið með sér nokkra galvaska stráka sem ennfremur höfðu legið á þessari þrá sinni eftir athygli. Ekki er annað tengist órjúfanlegum böndum með þar til gerðum tenglum á síðunum. Augljós afleiðing þessa eru ritdeilur af ýmsum toga, sem eru þó oftast afar vin- samlegar og eiga það til að lífga töluvert upp á skrifin, einkum og sér í lagi fyrir utan- aðkomandi einstaklinga. Eins og gefur að skilja eru bloggarar misduglegir við skriftir, oft og tíðum hætta menn að skipta sér af blogg- heiminum í lengri tíma en oftar en ekki koma þessir sömu ein- staklingar skríðandi með lykla- borðið á milli handanna og hefja annálaritun að nýju, enda O-- . e i ^— ■“5)0« «. '■XT.:' '<S I 5H" b.iitt pú j brj6«raað0#rð að hægt að segja en að þetta tíma- bil í lífi pistlahöfundar hafi reynst afar skemmtilegt og fræðandi þó svo að hann hafi stuttu seinna ákveðið að láta af slíkri iðju af ástæðum sem ekki verða taldar upp hér. En til að finna virkilega smjörþefinn af þeirri undir- heimamenningu sem hér hefur verið skrifað um er rétt að benda á nokkrar vefsíður, les- endum til gagns en aðallega gamans, enda er maður manns gaman. Finnur Dellsén

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.