Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER
MUNINN
Að vera á varðbergi
Þessi grein á að vera um
starfsemi MFH (Málfundafé-
lags Hugins) en eftir hugarvíl
ad infinitum hef ég komist að
þeirri niðurstöðu, að hún eigi
ekki að vera um starfsemi
MFH. Ég komst að því, að eng-
inn myndi nenna að lesa það;
þar á meðal ég sjálfur. Og fyrst
enginn er að lesa þetta, get ég
skrifað hvað sem mig langar -
án þess að nokkur komist að
því hvað það er. Þeir sem lesa
prófarkir fyrir blaðið munu ef
til vill líka sleppa því að lesa
þetta en setja þó nokkrar rauðar
stjömur á blaðið, með eftirfar-
andi athugasemd fylgjandi:
„makalausir munkar í maka-
leit” sem er vægast sagt undar-
leg athugasemd. En auðvitað
mun enginn lesa athugasemd-
ina, því þeir sem sjá um umbrot
kunna ekki að lesa og gera ef-
laust ráð fyrir að athugasemdin
sé tilraun höfundar til að teikna
Ola Prik. Einnig mun þessi at-
hugasemd ekki komast í blað-
ið, því hún var ekki partur af
greininni - eða hvað?
Annars er ekki úr vegi að
minnast á það, að mikil gróska
hefur verið í starfi MFH í vetur,
og kemur hún til með að aukast
til muna þegar á líður. Fyrir
utan að hafa umsjón með bekk-
sagnakeppninni alræmdu og
bera ábyrgð á því að skólinn
vinni Morfís, mun félagið sjá
um að halda málstofur margs-
konar, ræðunámskeið og fleira
skemmtilegt. í ofanálag sér fé-
lagið um að skrifa þessa grein í
okkar forláta
skólablað Mun-
inn.
Málfundafé-
lagið á að
standa vörð um
mælskuna, gæta
þess að hún
verði ekki fót-
umtroðin og
tröllumgefin.
Eða þá að vekja
hana af værum
svefni ef svo
ber undir,
mælskan er
vandmeðfarin.
Sagan segir að
mælskan hafi
skriðið úr egg-
inu á Sikiley á
öndverðri 5tu
öld f.o.t.. Þar á
maður að nafni
Korax og nemandi hans Tísías
að hafa ritað handbækur um
mælskuna. Nemandi Tísíasar
var svo Gorgías frá Leontíní
(um 483-378 f.o.t.) en hann fór
til Aþenu og hóf að kenna íbú-
unum að meðhöndla mælsk-
una. Borgarbúar heilluðust af
orðræðu Gorgíasar og vildu
læra að beita tungunni líkt og
hann gerði.
Gorgías var einn hinna svo-
nefndu sófista, hann kenndi
fólki það sem það langaði að
læra. Nemandinn var þjálfaður
í að færa rök með og á móti
einhverju, með sama árangri -
sannfæringarkrafturinn var það
eina sem skipti máli. Þessi
kennsla var réttlætt með af-
stæðishyggjunni sem átti miklu
fylgi að fagna á þessum tíma.
Sannleikurinn var afstæður og
því var jafngott að vera með og
á móti hverju sem er. Þetta við-
horf fékk Gorgías frá Próta-
górasi, sem skrifaði að maður-
inn væri mælikvarði allra hluta.
Mikið var skrifað um mennt-
un og eðli mælskulistamanna í
fomöld og er ekki pláss hér til
að ræða það. Áhugasamir geta
kynnt sér það upp á eigin spýt-
ur.
En þetta er arfleið okkar og
við skulum vera á varðbergi,
þeir sem enn ekki vita hvar
varðbergið er; þá er það guli
burðarbitinn sem er þér á
vinstri hönd þegar gengið er
niður stigann í Hólum. Hlauptu
undir bagga með okkur, leggðu
hönd á plóg - hallaðu þér upp
að varðberginu.
Elmar Geir Unnsteinsson
Sieðiiacf, ýói
acf pM^ceit
iowuLcicbi de!
HASKOLINN
Á AKUREYRI
vift hiá Vcföi
Va SboðíaUar
gerunt
trvufttngar bja
cStaklingum og
fyrirtækjum.
Þú get^Wrei tapað áþvi
ÞÖÍNAR°trygginSarl
A _a. ^
A
<
B* í\ __
' fgint?
oc
03
\ öróur V'átryggingaféiag • Skipagötu 9 • 600 Akureyri • Sími 464 8000