Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 12

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER MUNINN Reynslusaga Það er erfitt að greina hvar barátta mín við átröskun hófst. í gegnum árin hef ég heyrt margar kenningar frá sérfræðingum og læknum um það hver ástæðan væri fyr- ir sjúkdómi mínum. Það að ég gæti ekki tekist á við þá miklu sorg að missa pabba minn eða að mér fannst ég ekki hafa neina stjórn yfir lífi mínu og hafi því kosið að taka stjóm yfir því sem mér var fært, lík- ama mínum. Hvort þetta er rétt ástæða, það get ég ekki sagt til um. Það eina sem ég veit er hvernig þetta gerðist og hvernig ég vann mig í gegnum þessa lífsreynslu sem gerði mér þar af leiðandi kleift að lifa eðlilegu lífi aftur. Frá því ég man eftir mér hefur líkami minn alltaf verið mér ofarlega í huga. Þeg- ar ég var lítil stelpa hugsaði ég um að fara í megrun, en tók ekki af skarið með það fyrr en um tólf ára aldurinn. í janúar 1999 var pabbi minn nýdáinn og ég var heltekin af sorg. Ég hafði þyngst yfir jólin og bar haturstilfinningar í garð líkama míns. Þar sem ég var feimin stelpa hugsaði ég með mér að með því að léttast myndi ég öðlast meira sjálfstraust. Ég var 1,64 m og 56 kíló, ekki léttust í bekknum og ekki heldur grennst. Ég ákvað að það væri sniðugt að minnka við sig í sambandi við mat og hreyfa sig meira. Þetta byrjaði með því að ég hætti að borða nammi og allt annað sem ég borðaði minnkaði ég um helming. Ég stundaði lík- amsrækt af áfergju, stundum tvisvar til þrisvar á dag. Ég hljóp í skólann í staðinn fyrir að fá far með mömmu, hljóp heim aftur úr skólanum og fór svo út að hlaupa aftur síðdegis áður en ég fór á sundæfingu. Um miðjan febrúar var ég búin að missa átta kíló. Fyrst fannst mér erfitt að segja nei þeg- ar vinir mínir buðu mér nammi, en eftir smá tíma fannst mér ég hafa náð því tak- marki að ná fullri stjóm á litlum hluta lífs míns. Þá færðist það út í það að ég fékk samviskubit yfir því að horfa á nammi og mér fannst það meira að segja ógeðslegt. Vinir mínir voru virkilega stoltir og sögð- ust óska þess að hafa sömu sjálfsstjóm og ég hafði. Mér leið vel að heyra þetta og af- leiðingamar voru þær að mig langaði að léttast enn meira. Þegar ég leit í spegil sá ég ekki horaða 48 kílóa stelpu heldur ógeðslegt ljótt skrímsli sem þurfti nauð- synlega á því að halda að missa fimm kfló í viðbót til að horfast í augu við heiminn sem sterk, sjálfsörugg og falleg ung stelpa. Mamma fylgdist skelfingu lostin með, án þess að geta skipað mér að borða þegar ég sleppti morgunmat, hádegismat og stund- um jafnvel kvöldmat. Hún varð vitni að því að ég sat við eldhúsborðið og fletti af áfergju í gegnum bæklinga um hitaein- ingafjölda, að reyna að finna út hversu mikið ég var búin að innbyrða af hitaein- ingum þann daginn, kannski bara eitt epli og hálfa brauðsneið. Ég sökk dýpra inn í mitt sjúklega þunglyndis mynstur og hætti að geta umgengist fjölskyldu og vini á sama hátt og áður. Ég var inni í herbergi og las bók eftir bók, lifði í annarri veröld og fann ekki neinn tilgang með lífinu. Þegar átrö skun ar sj úkling s mér að fara úr 56 kílóum niður í 36 kfló. Það tók heilt ár fyrir mig, undir ströngu eftirliti lækna, sérfræðinga og næringarfræð- inga, að ná eðlilegri þyngd og að læra að lifa með því að borða og tileinka mér þann lífsstíl sem fylgir mat. Ég sá ekki leng- ur tilgang með þess- ari gífurlegu þrá- hyggju gagnvart mat en samt var erfitt, á sama tíma, að rífa sig upp úr viðjum sjúk- dómsins. Mér leið þá eins og mamma hafi mamma kallaði á mig í mat spann ég upp sögur um það að ég væri búin að borða með vinum mínum, þó svo að við vissum það báðar að ég væri að ljúga. Mamma ákvað að banna mér að fara á sundæfingar nema ég borðaði áður með hana hjá mér. Svo ég hætti bara að fara á æfingar, þó svo að mig hafi langað til að borða á þessum tímapunkti þá fannst mér það ekki hægt. Maginn hafði minnkað svo mikið að eftir eitt vatnsglas leið mér eins og hann væri alveg fullur. í staðinn fór ég að æfa úti og inni í herberginu mínu. Ég gat ekki hugsað mér að líta á sjálfa mig í spegli, allt sem ég gat hugsað um var það hversu mikilvægt það væri að missa fleiri kfló. Þegar kom að páskum var ég orðin svo veikburða og blóðlítil að eftir litla hreyf- ingu var ég alveg uppgefin. Varirnar og neglurnar voru helbláar af lágum lflcams- hita og ég var farin að missa hárið. Mamma gat ekki lengur staðið hjá og fylgst með, aðgerðarlaus, svo hún fór með mig á Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans (BUGL) þar sem ég var lögð inn með átröskun á alvarlegu stigi. Síðustu þrjár vikurnar var ég farin að borða svo lítið sem eitt epli á miðvikudög- um og einn snúð á sunnudögum og þess á milli þrjú vatnsglös á dag. A þeim tíma- punkti var ég svo stressuð að ég hélt að með því að finna matarlykt mundi ég anda að mér hitaeiningum og þar af leiðandi þyngjast. Af þeim sökum þjáðist ég af vökvatapi þegar ég var lögð ihn á BUGL, ennþá ekki með vilja til þess að borða. Það tók sérfræðingana ekki langan tíma að komast að því að það þyrfti að leggja mig inn á Landspítalann með næringu í æð og mat í gegnum slöngu þangað til að líkam- inn vandist því að ég fengi nægan mat án þess að ég þyrfti að borða sjálf. A þessum þrem og hálfum mánuði tókst gefist upp á mér og yfirgefið mig með því að senda mig á spítalann, en nú er mér orð- ið ljóst að án hennar stuðnings í gegnum meðferð mína væri ég lfldega ekki að segja þessa sögu í dag. Atröskun mín mun alltaf vera hlutur sem ég þarf að kljást við. Ég hef fundið minn tilgang í lífinu og náð bata vegna eig- in viljastyrks. Þó ég sé búin að halda eðli- legri þyngd í um það bil tvö ár núna get ég ekki sagt að ég sé alveg laus við sjúkdóm- inn eða að ég muni nokkurn tímann verða það. Nú þegar ég hlusta á vini mína kvarta undan þyngd sinni kemst ég í skilning um það að við getum aldrei verið fullkomlega sátt við okkur sjálf. Ég hef lært margt af þessari reynslu og eitt af því er að grasið er ekki alltaf grænna hinu megin, ef maður er ekki andlega sáttur við sjálfan sig í dag mun það ekki breytast við það að missa þrjú kfló.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.