Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER
MUNINN
Hægri eða vinstri?
Þetta er spurning sem sumir
eru að spyrja sig, öðrum er al-
veg sama og enn aðrir vita ná-
kvæmlegt svar við þessari
spumingu, eða alla vega halda
að þeir viti það. Ég er einmitt
einn þeirra síðustu, sem held að
ég viti hið rétta svar við þessari
spumingu. Veltum þessu að-
eins fyrir okkur. Er virkilega
bara um tvennt að velja, hægri
eða vinstri. Ég vil meina það
að hægri eða vinstri sé mæli-
kvarði á hvort maður er kapít-
alisti eða sósíalisti. Þetta er
samt mikil einföldun á flóknu
máli, en gaman er að setja upp
þessa einföldun. En hvað
merkja þessi hugtök, sósíalismi
og kapítalismi. Skoðum það:
Sósíalismi:
Þjóðskipulag þar sem jarð-
næði, auðlindir og framleiðslu-
tæki em eign samfélagsins og
nýting þeirra miðuð við hag
allra þegnanna. Sósíalismi á að
tryggja réttláta skiptingu auð-
æva þjóðfélagsins þannig að
stéttaskipting og efnahagslegt
misrétti hverfi.
Kapítalismi:
Þjóðskipulag sem grundvall-
ast á einkaeignarétti á fram-
leiðslutækjum. Framleiðslan
miðast við að ná hámarksgróða
og stýrist af frjálsum markaði
með vöm, þjónustu, fjármagn
og vinnuafl.
(tekið upp úr Alfræðiorða-
bók)
Ef við berum þetta saman sér
fólk strax misjafnar áherslur.
Sumir segja að sósalistar séu
menn sem vilja að ríkið eigi allt
og að kapítalistar séu menn
sem vilja að ríkið eigi? ekki
neitt. Ég ætla ekki á þetta plan,
að fara í aðra áttina einungis,
því þessar stefnur eru báðar lík-
legar til góðs. Sósíalisminn
hugsar um velferð einstaklinga
og kapítalisminn stuðlar að
aukinni framförum og lífs-
kjarabótum. Reyndar er það
svo að í umhverfi þar sem kap-
ítalismi ræður ríkjum er mikil
hætta á misskiptingu auðsins,
sem lýsir sér í því að þeir ríku
verða ennþá ríkari og þeir fá-
tækari verða fátækari. í þessu
efni er sósíalismi betri hugsun.
Þess vegna ættu menn að reyna
finna rétta milliveginn, því að
öfgar eru yfirleitt aldrei af því
hinu góða, t.d. Þýskaland fyrir
stríð. Ég ætla að leyfa mér það
að líkja sósíalisma við hug-
myndir dýranna í Hálsaskógi,
þar sem allir í skóginum eru
vinir, en kapítalismi fylgir lög-
máli náttúrunnar, þeir hæfustu
lifa af. Ef ég þyrfti að velja, þá
myndi ég velja fyrri skoðunina.
Mér finnst að allir einstak-
lingar eigi að hafa sömu rétt-
indi. Það er, réttindi til að fæð-
ast, lifa og deyja. Þótt maður
fæðist í fátækri fjölskyldu, þá á
maður að eiga sömu mögu-
leika. Þeir möguleikar eru fyr-
ir hendi, sé maður nógu dug-
legur.
Það var gerð rannsókn í
Bandaríkjunum þar sem það
var athuguð fylgni milli þess að
stjórnendur fyrirtækja kæmu
frá efnuðum fjölskyldum eða
fátækum. Það olli miklum
vonbrigðum meðal rannsóknar-
manna að sjá að þar var lítil
fylgni milli þessara breyta, en
aftur á móti sáu þeir að það var
mikil fylgni þess hvaðan fólk
var. Það reyndist vera að mik-
ill meirihluti stjórnenda í fyrir-
tækjum var úr litlum byggðar-
kjörnum. Það var ekki afger-
andi munur kynjanna, en þessi
munur var, lítil byggðarsamfé-
lög, 35.000 og færri.
Þetta eru fréttir fyrir suma,
að í Bandaríkjunum hafi menn
mikla möguleika. Þetta vilja
menn ekki viðurkenna því það
er auðséð mál að menn draga
alltaf upp það versta, og í
Bandaríkjunum (BNA) er hægt
að draga upp mikið af því
versta því BNA eru upplýstasta
þjóðfélag sem hægt er að finna,
þótt einstaklingarnir upplýsi
sig ekki, þá er nánast allt gert
fyrir opnum dyrum. Slíkt er
ekki að ræða í löndum t.d. írak,
Kúbu, Kína eða Sádí-Arabíu.
Þannig að það er mjög auðvelt
að finna einhvern sora frá
BNA, en erfitt að finna eitthvað
sem gerist í Irak eða á Kúbu,
þótt að persónulega væri ég al-
veg til í að búa á Kúbu, þrátt
fyrir stjórnina þar.
Þegar á botninn er komið er
þetta spurningin um eitt atriði,
velja á milli:
Annars vegar frelsis, réttar-
ins til að stofna og eiga þitt eig-
ið fyrirtæki, ráða hvar þú vinn-
ur og hins vegar að velja hag
heildarinnar, þar sem heildin á
fyrirtækin og þar sem stjóm-
endur hafa vit fyrir fólkinu í
samfélaginu, þar sem allir eru
sem jafnastir.
Mín skoðun er ljós, ég er
nógu sjálfstæður til að taka
ábyrgð á gerðum mínum, ég er
tilbúinn til að leggja mikið á
mig til að skaffa pening fyrir
fjölskyldu minni. Ég öfunda
ekki þessa verðbréfabraskara
sem græða milljónir á viku og
þurfa ekki að hafa fyrir neinu,
því þeirra veröld getur hrunið
hvenær sem er. Aftur á móti
leyfi ég mér að efast um jafn-
aðarhugsunina, sem einkennir
sósíalisma. Ég vísa bara í rúss-
neskan rithöfund sem var tals-
maður bændasósíalisma í Rúss-
landi, Lév Níkolajevítsj Tol-
stoj, en hann sagði eitt sinn:
„Sósíalisminn mun aldrei geta
útrýmt fátækt, misrétti og mis-
skiptingu auðsins.” Þar er ég
alveg sammála honum, því segi
ég að grunnhugsun sósíalisma
sé fallin og standi ekki stoð.
Hugsið ykkur samfélag þar
sem allir eru jafnir, ein stétt.
Hverjir vinna þá verkamanna-
vinnuna, sem er verr launuð en
hin vinnan, eða þá hver vinnur
dýru vinnuna án þess að fá
meira út úr því. Einhver verð-
ur að vinna hana. í samfélagi
þar sem algjör jafnaður ríkti, þá
held ég að yrði lítil framför, því
að það er ekkert sem hvetur
fólk áfram. Það vantar drif-
kraftinn, hvatninguna til að
skara fram úr.
Það verður heldur aldrei til
samfélag þar sem frjáls mark-
aður fær algjörlega að ráða.
Slíkt samfélag gengur ekki upp
og þar með er grunnhugsun
kapítalisma fallinn.
Svo að í þessu máli gildir
eins og í svo mörgum öðrum,
að Hinn gullni meðalvegur er
bestur. Þá er það bara að finna
þennan meðalveg.
Atli Þór Ragnarsson
forvarnarfulltrúi HIMA
Bréf til blaðsins
Jeg hef verið hér í skólanum á fimmta ár og sje ekki
eftir neinu. Og afhverju er það? Af þeirri einföldu
ástæðu að jeg er á fjelaxfræðibraut. Nýnemar ef það er
einhvem tíman ástæða til að lesa grein þá er það núna.
Á fjelaxfræðibraut er öll elíta skólans, við erum an-
arkistar, hugsuðir, skáld og mestu djammarar sem
sögur fara af. Okkur er ekkert óviðkomandi og við lát-
um þjóðfjelaxlegar bábiljur okkur varða með pólitísk-
um og málefnanlegum umræðum. Allt sem telst heil-
brigð skynsemi er okkur ofviða því aldrei hefur kom-
ið útskýring á því hvað hún er, því byggjum við okk-
ar eigin sem felst í því að átta okkur á því að allt er í
heiminum hverfult og lifum við því lífinu til hins
ýtrasta. Ef þið viljið sjá afrakstur fjelaxfræðibrautar
lítið þá einungis á Þorlák Axel Jónsson sem er virtur-
kennari hjer á bæ. Eitt sinn var hann pönkari með há-
leitann málstað en núna er hann snillingur og hverju
er það að þakka? Jú fjelaxfræðibraut.
Að læra samviskusamlega er bara bull því ljósritun-
arkort er eina sem maður þarf að eiga og maður ljós-
ritar glósurnar hjá þeim villuráfandi sem ennþá mæta
í tíma. Skólimn hjá okkur takmarkast við það að lesa
í fjórar vikur á ári sem kallast djammlausatímabilið
(eða próftíð).
Allt sem telst raunvísindi er bara fyrir nörda sem
halda statt og stöðugt að stærðfræði sje eitthvað mik-
ilvægt, því líkt hestabull! Enginn vill fara á ólympíu-
leikanna í eðlisfræði en allir vilja koma á hina
margrómuðu Fjelaxsfræðiárshátíð því hún er af-
sprengi okkar. Okkar sem erum hin guðs útvalda þjóð
því við völdum að lifa í sátt við sjálfa okkur á
fjelaxfræðibraut í stað þess að lifa í sjálfsblekkingu
stærðfræði bókanna.
Nýnemar lyftið lífi ykkar upp á annað plan, gangið
til liðs við okkur sem látum skólagönguna vera nautn
og fjör, en ekki eitthverja myrkviða gátu í svartholi
stærðfræðinnar og absrakt lögmálum raunvísinda.
Verum stolt á afsprengi hugarorku, marxisma, sið-
fræði og freudisma..
.. .fjelaxfræðibraut!
Karvel Pálmason 4.F