Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 6

Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 6
244 KIRKJURITIÐ Þökkum Drottni fyrir hann, „er svo vel söng, að sólin skein í gegn um dauðans göng.“ Gleðjumst yfir því, að Guðs orð verður ekki fjötrað. Lofum Drottni fyrir þá náð, að vér eigum orð hans á móðurmáli voru og megum muna þessi orð: Eitt stórverk gafstu mér Guð, af náð að gjöra með kröftunum ungu: nú geymir að eilífu ísa-láð þitt orð á lifandi tungu. Þetta orð á enn í dag lífsins kraft. Guði sé lof fyrir minn- ingarnar. En nú erum vér hér í dag til þess að biðja Guð um þá náð, að ávalt séu með þjóð vorri þeir þjónar, sem hlusta, er sagt er: Þjóniö Drottni meö gleöi. En þá býr sú þrá hjá þeim, að þeir fái einnig að þjóna öörum meö þeirri náöargjöf, sem þeir hafa af Guöi þegiö. Þessi bæn er í hjarta mínu í dag, að þjónar Drottins fái djörfung til að tala orð Guðs óttalaust. Sú er bæn mín, er nú skal haldin heilög vígsluhátíð. Vér sjáum röð þjónanna. Þeir koma og fara. En Jesús Krist- ur er hinn sami í gær, i dag og að eilífu. í því er og verður sigurinn fólginn. Ég bið blessunar biskupnum, sem hefir gegnt heilögu embætti innan kirkju vorrar undanfarin ár. Heill honum og ástvinum hans. Um leið og vér þökkum liðna daga, biðjum vér þess að fram- tíð kirkju vorrar megi vera umvafin birtu Guðs kærleika. Drottinn blessi hvern trúan þjón. Hvílík tign aö mega þjóna Drottni, og vera af honum sendur til þess aö þjóna öörum. Guð gefi, að vér kirkjunnar þjónar tileinkum oss þessi orð: „Herrann Drottinn hefir gefið mér lærisveina tungu, svo að ég hefði vit á að styrkja hina mæddu með orðum mínum; hann vekur á hverjum morgni, á hverjum morgni vekur hann eyra mitt, svo að ég taki eftir, eins og lærisveinar gjöra.“ Segjum ávallt og nú í dag: Tala þú, Drottinn, þjónn þinn heyrir. Ég hefi beint til yðar þessum orðum, af því að í dag ætlar biskup íslands dr. theol. Ásmundur Guðmundsson að vígja pró- fessor Sigurbjörn Einarsson biskup Islands.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.