Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 7
K.IRK. JU RITIÐ 245 Hefir mér verið falið að lesa upp fyrir söfnuðinum það, sem vígsluþegi hefir sjálfur ritað um ævi sína og handleiðslu Guðs á sér til þessarar stundar. Æfiágrip (Vita). Þegar ég lít um öxl á þessum tímamótum, leitar hugur minn stöðugt á vit þeirra minninga, sem ég á fyrstar. En að baki þeim minningum er annað, sem minni mitt nær ekki til, en er þó helgur dómur í huga mér. Ég hugsa um móður mína og minnist orða sálmsins: Drottinn er athvarf mitt frá æsku, við þig hefi ég stuðzt frá móðurlífi, frá móðurskauti hefir þú verið skjól mitt (Sálm. 71). Engin mynd er til af móður minni, en ég á nokkur bréf, sem hún skrifaði föður mínum tvítug að aldri, og þau bera vitni um hugarfar hennar og sálarlíf. Ég á líka litla bók, sem hún hafði jafnan við höfðalag sitt og handlék síðast jarðneskra muna. Það er bókin „Daglegt ljós á daglegri för“. Sú bók minnir mig á mitt helgasta þakkarefni, bænina, sem móðir mín bað fyrir mér frá því fyrsta að hún vissi um tilveru mína, og hún kvaddi okkur með, drengina sína, þegar hún varð að skiljast frá okkur vegna þeirra áverka, sem hún hlaut við að bjarga okkur úr lífsvoða. Nú er ég vígður á af- mælisdegi hennar. Afi minn vafði mig í gæruskinn vetrardaginn, sem hún var jarðsungin, og reiddi mig sveitina á enda til þess að veita mér skjól undir súðinni hjá sér og ömmu minni næstu árin. Móður- foreldrar mínir áttu 13 börn og mörg þeirra voru þá enn í ómegð heima. En þau áttu nóg ástríki aflögu handa mér. Hjá afa og ömmu fór ég ekki á mis við neitt, sem barni er dýr- mætast, þótt þau væru mjög svo örbirg að þessa heims efnum. Ég skynja ennþá rómblæ ömmu minnar, þegar ég fel mig Guði að morgni eða kvöldi með þeim orðum, sem hún kenndi mér. Og aldrei hefi ég komið í það musteri, sem rúmaði meira af heilagri hátign og gæzku Guðs en fjósbaðstofan í Háu-Kotey, þegar afi minn las lesturinn. Faðir minn dvaldist á næsta bæ og til hans fluttist ég 8 ára gamall. Samfélag okkar næstu árin var óvenju náið og mér varanlega dýrmætt. Ég minnist helgra stunda, þegar ég sat á rúmstokknum hjá honum við lítið ljós, sem bar birtu um víða heima, eða þegar við vorum úti að störfum saman og sögur voru

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.