Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Qupperneq 9

Kirkjuritið - 01.06.1959, Qupperneq 9
KIRKJURITIÐ 247 ekki hafa farið á mis við þá reynslu, sem ég öðlaðist þar, né þá vináttu, sem ég naut af hálfu safnaðanna. Þá tóku við starfsárin í Hallgrímssókn, skammur tími, en frjór, minnisstæður og þroskandi sakir fjölþættra starfa, alúð- legrar samvinnu starfsbróður míns, séra Jakobs Jónssonar, og örvandi afstöðu safnaðarfólksins. Lengstur áfangi á liðnum æfiferli mínum er tengdur Háskól- anum. Guðfræðin hefir frá fyrstu kynnum mínum af henni verið mér freistandi og gjöfult hugðarefni. Löngum hafa unn- endur og iðkendur vísindalegrar guðfræði talað um pulchritudo theologiae, fegurð guðlegra fræða, og tek ég undir það. Guð- fræðin fjallar um æðstu viðfangsefni mannsandans og margir mestu atgjörvismenn í fortíð og nútíð hafa helgað henni gáf- ur sínar og orku. Sú aðstaða, sem ég hef haft til þess að stunda og kenna guðfræði, er mér mikið þakkarefni, og ég horfi með söknuði um öxl til þess starfs, sem ég nú hverf frá. í þessum vitnisburði mínum, sem hér er fluttur samkvæmt gamalli hefð, vík ég aðeins að fáeinum stórum og nákomnum þakarefnum. Hinu sleppi ég, sem er tiltækt í skráðum heim- ildum. Og margt á ég einn með Guði mínum. Ég minntist móður minnar fyrst í þessu máli. Konu mína, Magneu Þorkelsdóttur, nefni ég síðast. Við kynntumst á ferm- ingaraldri og höfum átt hvort annað síðan, þótt við yrðum ekki heitbundin fyrr en tvítug. Nú hefir hún bundizt enn nýjum vanda sakir sameiginlegra örlaga okkar. En hún hefir jafnan reynzt mér því meiri gæfa sem meira lá við. Megi Guðs orð og andi vera okkur daglegt ljós á daglegri för. Vegsamað sé hans heilaga nafn. 21.júní 1959. Sigurbjörn Einarsson. Að loknum lestri æfiágrips vígsluþega bað séra Bjarni fyrir biskupnum, er nú skyldi vígslu taka. Bað hann þess, að hinn nýi biskup mætti styrkjast af þeim krafti, sem fullkomnast í veikleikanum, og að hann í starfi sínu mætti eiga anda trúar, kærleika, máttar, stillingar og djörfungar. Beðið var um árangur af blessunarríku starfi kirkju vorri til eflingar og þjóð vorri til heilla.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.