Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Síða 13

Kirkjuritið - 01.06.1959, Síða 13
KIRKJURITIÐ 251 og haf umsjón með því, að svo verði hvarvetna unnið um land vort af djörfung og þrótti. Kirkjunnar menn hrópa í upphafi kjarnorkualdar og dauða- hættu mannkynsins á nýjar leiðir og nýjar starfsaðferðir. Og það er vel. En þó er í raun og veru ekki til nema ein leið, sem úreldist aldrei að eilífu — kærleiksleiðin. Vér kveinum og grátum af því, að oss skortir kraft Heilags Anda, anda kær- leikans, sem enginn annar kraftur fær staðizt. Þar sem hann er, þarf ekki að leita uppi ótal nýja farvegi. Hann brýzt fram, ryður sér sjálfur braut lífsins sem sterkviðri af himni, bjartur ljómi og hið blíða mál, sem allir skilja. Ég vil að lokum beina til þin heilræði, sem mér var gefið eftir biskupskosningu mina: Það er brýn nauðsyn, að vér leitumst við að svala brennandi sannleiksþorsta bræðra vorra og systra á þessari öld. Kristin- d( murinn á fyrst og fremst að vera fagnaðarerindi kærleikans, og Páll nefnir Heilagan Anda með fullum rétti anda kærleik- ans og sannleikans. Vér eigum að vera sannleikanum trúir í kærleika, og kærleikanum trúir í sannleika. Nú mun vígsla þín hefjast. Minnztu hinnar himnesku kirkju, sem hvelfast yfir þeirri, þar sem vér erum nú stödd. Vér erum í söfnuði Guðs á himni og jörðu, fyrir hásæti hans og sonar hans. Heitt mun verða beðið fyrir þér af ástvinum þínum, móð- ur þinni og föður, konu og börnum. Tökum öll undir þær blessunarbænir. Ég hygg, að ein meginástæða bölsýnininnar sé, hve margir hafa þröngan sjóndeildarhring. — Og mér er næsta auðskilið, að þeir menn verði andlega þreyttir og svartsýnir, sem hvorki þekkja né unna feg- urð náttúrunnar. Lífið verður svo fátæklegt og eyðilegt, likt og ómál- að og húsgagnalaust herbergi. Sjálfur hef ég iðulega átt samlifinu við gróðurinn eða heiðum himni Það að þakka, að mér fannst minna til um einhver vonbrigði, eða virt- ist hinn eða þessi missir léttbærari. Það er svo mikill söngur og fögn- uður í ríki náttúrunnar. Þar ber svo margt stórt fyrir augu, og er svo uiargt, sem hefur ómetanlegt gildi, að smávegis vonsvik og lítilfjörleg h.ryggð fýkur út í veður og vind. Maður vex upp úr slíku — blygðast sin fyrir það. Sjálfur lifsfögnuðurinn fyllir sál manns og rekur allt annað á dyr. H. Tambs Lyche.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.