Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 17

Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 17
KIRKJURITIÐ 255 stilltan kór þeirra radda, sem berast frá musterum trúar- bragðanna, frá rökstólum spekinganna, gegnum berg- málið frá hlátrahöllum og grátheimum, og segir í hik- lausu trausti, af furðulega smitandi öryggi: Það er misk- unn, sem ríkir. Ríkið eilífa og eina sanna er miskunn. Mannheimur afneitar þessum veruleik og er viðskila við gleðina, lífið, föðurinn og ríki hans. En þú átt það samt, mannheimur, mannsbarn, þér er gefið ríkið, án verð- skuldunar, af miskunn: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yður hefir þóknazt að gefa yður ríkið. Þú ert ósannur, þú falsar tilveru þína, þegar þú ert miskunn- arlaus. Þú ert sannur, þú ert með sjálfum þér, ef þú ert miskunnsamur, þú ert þá barn þess föður, sem þú átt, berð mynd þess Guðs, sem hefir skapað þig og misk- unnar þér. n. Verið miskunnsamir, dæmið ekki, gefið. Þú hefir ekki heyrt þessi orð, ef þú heyrir þau sem boðorð, fyrirmæli. Þú heyrir þau þá fyrst, þegar þú nemur þann boðskap gleðinnar, sem þau byggjast á: Hugurinn, sem hefir hugs- að þig, mátturinn, sem ræður yfir þér og hverju strái, hverri stjörnuþyrpingu, rúmar eitt og aðeins eitt: Misk- unn, líkn, náð. Það er miskunn að eiga þessa kristnu trú, Guðs misk- unn að geta trúað þessu, nei, ekki að geta það, heldur ^nega það og geta ekki annað en trúað því, komast ekki framhjá Jesú Kristi í þessu. Hvernig gerist það? Það er leyndarmál þessa undar- !ega manns, Jesú frá Nazaret, þessa undursamlega Drott- ins, Jesú frá Nazaret. Vér játum, kristnir menn, að hann sé Guðs sonur. Vér gætum eins orðað það svo: Hann er Guðs miskunn. Gamla testamentið boðar miskunnsaman Guð, engin bók veraldar hefir eins sterk orð um það, að einni undan skil- inni, Nýja testamentinu. Orð eru til alls fyrst, hin sterku

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.