Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Side 24

Kirkjuritið - 01.06.1959, Side 24
262 KIRKJURITIÐ hann frá tvennu, er Magnús hefði leikið, og honum var minnis- stætt. Hið fyrra var, að hann stiklaði borðstokk stafna á milli á bát undir árum og staðnæmdist á hníflinum. Þótti honum sú dirfska ganga fulllangt. Hitt var, að hann hefði „steypt klukku“ á sléttum velli. Hafði Guðmundur engan annan séð leika þá list, en heyrt hefði hann þess getið, að Glímu-Gestur — sá, er Grím- ur getur í kvæðinu Bœndaglíman ■—• hefði gert það. Simon Dalaskáld sagði mér og frá Magnúsi og lofaði mér að heyra nokkrar vísur hans, en þær eru nú flestar glataðar. Hann gat þess hins sama, að svo fimur hefði hann verið, að hann hefði „steypt klukku“ á hlaðinu á Heiði. Símon kvaðst aldrei hafa séð Magnús og því ekki séð hann leika þetta. Hann hafði ekki heyrt um aðra, er þetta léku, en Magnús og Pálma í Vallholti, ættföður hinna nafnfrægu Álfgeirsvallasystkina. En hver er þessi íþrótt? Ólafur Davíðsson þekkir hana ekki, þegar hann ritar um íþróttir í Gátur, þulur og skemmtanir, og strandar því á að gera grein fyrir íþróttum Hallgríms Pét- urssonar, þeim, er hann telur fram í Æskuleikir skáldsins, en þar er eitt m. a„ að hann man sig „steypa klukku um vetur“. Eftir lýsingum þeirra Guðmundar og Símonar, er enginn vafi á, að þessi íþrótt er nákvæmlega hið sama og nú á dögum heitir á íþróttamáli „heljarstökk". Vaknar þá spurningin: Hvers vegna heitir þetta að „steypa klukku“? Sögnin „að steypa klukku“ er til í tveim merkingum. í fyrsta lagi að renna bráðn- um málmi í mót, svo að af því megi myndast klukka, þ. e. smíða klukkuna. Hin er að steypa kirkjuklukku á ásnum, þ. e. taka svo óvægilega í klukkustrenginn, að hún velti yfir, sem trauðla mun hafa þótt fremdarverk. Smbr. þegar mælt er, að hrafnar steypi klukku á haustin, þegar þeir velta sér við í loft- inu. Ætla ég það sé leikur þeirra og þætti trúlegt, að hann sé á einhvern hátt tengdur ástum þeirra, en það er önnur saga. Ég vík þá aftur að Hallgrími. Ég held, að það væri ómaks- ins vert að gera sér dálitla grein fyrir manninum, sem stend- ur að baki kviðlingnum Æskuleikir, — ekki skáldinu, því að það hefir margt betur gert. Mér virðist, að baki þess standi maður, sem svo var að íþróttum búinn, að langt var umfram aðra menn. Ég ætla aðeins að staldra við tvennt. Hið fyrra er klukkusteypan: Heljarstökkið. Það vita allir, að til þess að ná því vel, þarf nokkra mýkt. Þó er ekki lík aðstaða íþróttamanna

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.