Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 31

Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 31
KIRKJURITIÐ 269 Gustaf Aulén, prófessor í Lundi, samdi bókina ,,Den almánne- liga kristna tron“. Hún kom út í 3. útg. 1931 og var fljótlega eftir það tekin til notkunar í guðfræðideild Háskólans hér. Aulén er einn af frumherjum þeirrar guðfræði, sem kennd er við Lund. Hann telur það hlutverk trúfræðinnar að skilja trúna og setja fram sérkenni hennar og sjónarmið sem skýrast. Guð- fræðin eigi að lýsa trúnni, en hvorki að sanna hana sé setja reglur um það, hverju trúa beri. Höfuðsérkenni trúarinnar tel- ur hann kærleikann (áyámi). Út frá því metur hann allt. Þess vegna verður guðfræði hans frekar gildismatsguðfræði en Biblíuguðfræði. Hann velur og hafnar í Ritningunni. Fróðlegt er að sjá, hvernig hann dæmir um nýguðfræðina, sem hann kallar „idealisma" og ræðir víða um í sambandi við Schleiermacher og Ritschl. Hann segir t. d.: „Þar er blandað saman guðsopinberuninni og hinu sögulega-mannlega, að því leyti sem engin takmörk eru milli hins „æðsta mannlega" og hins guðdómlega. Þetta æðsta mannlega er þá skoðað sem opin- berun hins guðlega. Kemur þessi dómur Auléns vel heim við það, sem áður er sagt hér. Alvarlegast telur hann það, að sá hugsanagangur leiðir til upplausnar á guðsopinberuninni; það sem „opinberast", sé nánast eitthvað, sem á að vera hugsjón hins mannlega (þ. e. frábær maður). Það er þá ekki Guð, sem kemur til mannanna, heldur er eitthvað mannlegt hafið upp á hið guðdómlega svið. Kristur verður þá eins konar meðalvera (þ. e. hvorki Guð né maður). Það er gengið út frá hinu mann- lega, og það er svo hafið upp til hugsjónar á ýmsa vegu, m. a. sem holdgun hinnar trúarlegu eða siðferðilegu hugsjónar. Aulén lítur svo á, að holdtekja Guðs sé höfuðefni Kristsjátn- inganna, er þar ræði um sérkenni hinnar kristnu guðsmyndar. Kristur sé sömu veru og Faðiirnn, eins og fornar játningar Segja; en hann leggur áherzlu á, að vera Guðs sé andlegs eðlis, sá kærleiksvilji Guðs, en ekki eitthvað óljóst ,,efni“, sem eigi hggja að baki hans. — Allur er varinn góður; Guð er ekki hkamlegs eðlis, en varast ber þó ofurandleika. Óhætt mun að segja, að breyting hafi orðið á fræðslunni í guðfræðideild Háskólans með bók Auléns. En þó vantar mikið a. að með henni sé sporið stigið til fulls frá gildismati til guð- fræði orðsins. Þau eru ekki fá, atriðin, sem Aulén túlkar öðru vísi en kirkj-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.