Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Síða 32

Kirkjuritið - 01.06.1959, Síða 32
270 KIRKJURITIÐ an hefir gert. Ber þar einkum að nefna friðþægingarkenningu Auléns, sem mjög er mótmælt. Það er kominn tími til að taka upp aðra bók í trúfræði við Háskólann. Gildismatsguðfræðin þarf að víkja fyrir guðfræði Heilagrar ritningar, guðfræði Orðsins og játninganna. # Játning kirkjunnar á guðdómi Jesú Krists er ekki heimspeki, heldur varðveizla á orði Guðs. „Sælir eru þeir, sem heyra orð Guðs og varðveita það“ (Lúk. 11,28). Því hefir verið haldið fram, að Kristsfræði kirkjunnar sé sprottin upp af grískum áhrifum. Sannleikurinn er sá, að hún hefir verið vörn kirkj- unnar við grískum áhrifum. Um þetta segir Aulén með réttu, að eigi sé unnt að hafa meir endaskipti á hlutunum en gert sé, ef menn segja, að Kristsfræði fornkirkjunnar feli í sér „hellen- iseringu" kristindómsins; ekkert hafi frekar orðið til hlífðar við slíku en einmitt Kristsfræðin með holdtekjuhugmynd sinni, sem var „Grikkjum heimska". Kristsfræðin skiptir mestu máli fyrir kirkjuna, fyrir sálar- heill hennar. Hún er kjarninn í allri guðfræðinni. Afneitun hér táknar afkristnun. Segja má, að fræði sé bara fræði, en ekki líf. Já, til er dauð trú. En hvað er meiri dauði en afneitun á trúnni? Trúir þú á Krist sem Drottin þinn og Guð þinn, sem elskaði þig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir þig?“ Hegningin, sem vér höfðum unnið til, kom niður á honum“ (Jes. 53). Þetta er undir- staðan, hinn lifandi steinn. Kristsfræðin byggist á Biblíunni. Hún byggist ekki á hug- sjónastefnu, háleitum hugmyndum um góðan mann, ekki held- ur á hugmyndinni um „Jesúm guðspjallanna", eins og nýguð- fræðin orðað það, „Jesúm frá Nazaret“, mann skilinn á sál- fræðilegan hátt; slíkan Jesúm þekkja guðspöllin ekki. Krists- fræðin byggist á vitnisburði guðspjallanna og Ritningarinnar allrar. Hún vitnar um hinn eilífa og eingetna Son Guðs, sem er Guð og Drottinn, fæddist af meyju og dó fyrir syndara, um manns-soninn, sem reis upp frá dauðum á 3. degi, steig upp til himna, settist við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.