Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Qupperneq 44

Kirkjuritið - 01.06.1959, Qupperneq 44
l»cgar Linculn lá á liæu Þeim manni, sem honum geðjast, gefur hann vizku, þekking og gleði. . . (Préd. 2, 26). Þetta er næstum sjálfsögð saga. Hún gerðist í upphafi orust- unnar við Gettysburg. Einmana og áhyggjufullur stikaði Lin- coln um gólf í Hvíta húsinu, er orustufrásögnunum rigndi yfir hann og örlög Bandaríkjanna voru í veði. Þegar þar kom, að allir virtust óttaslegnir, gekk Lincoln til stofu sinnar og læsti að sér. Maður sér hann þarna í hugan- um, á hnjánum, með risavaxið höfuð falið í höndum sér. Síðar lýsti Lincoln þessu augnabliki fyrir vini sínum með þessum hætti: Ég sagði Guði, að ég hefði gert allt, sem mér væri unnt. Nú væri allt undir honum komið. Ætti þessu landi að verða björg- unar auðið, væri það sakir þess að sá væri hans vilji. Byrðin féll af herðum mníum. Angistarkvíðanum létti, í stað hans greip mig mikið öryggi!“ Þessi saga þarf ekki margorðra útskýringa. Hún talar sjálf sínu máli, minnir á að nú, eins og alltaf á hættutímum, er til óþrotleg uppspretta styrktar og huggunar, — ef vér aðeins höfum vilja og vizku til að færa oss hana í nyt. Róbert I. Gannon, S. J. (G. Á.). Vesæl sál kraup niðurlút fyrir fótskör Guðs og skriftaði: ,,Mér mistókst", kjökraði hún. En Drottin sagði: „Þú gerðir eins og þú gazt, og það er að heppnast!" Það er einkar hægur vandi að umgangast þá, sem eru góðir og ljúflyndir. Því slíkt geðjast öllum að eðlisfari og hver maður vill fúslega njóta friðar, og ann þeim, sem eru honum sam- sinnis. En hitt er næsta hrósvert og drengilegt, að geta búið við þá, sem strangir eru og stríðlyndir, eða óreglusamir, eða alltaf eru oss andsnúnir. Tómas frá Kempis.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.