Kirkjuritið - 01.02.1963, Page 3
Sigurbjörn Einarsson:
I Jesú nafni
Nýársprédikun. — Lúk. 2. 21
Enn er ár af alda djúpi stigið, ný bára risin í fari þeirrar,
sem féll í nótt, bára, sem ber fram um sinn, spöl í vift'bót,
bátinn minn og þinn.
Afram enn, bvíslar morgunstundin, áfrain um ókannað ævi-
l'af- í Jesú nafni, bætir kirkjan við.
„/ Jesú nafni áfram enn
meS ári nýju, kristnir menn“.
Þú þarft að hafa leiöarstein, áttavita, já, stýrimann. „Haf
Euðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan í Jesú nafni“.
Þetta er ekki neinn spariboðskapur fyrir stærstu hátíðir
e®a tímamót, þetta er kirkjunnar orð til þín alla daga, frá
Voggu til grafar, frá skírnarstundu til útfarardags. Þú hefur
förunaut innanborðs, sem vill halda um stýrið á fleytunni
l'inni, ósýnilegan, máttugan, góðan förunaut, sem þekkir alla
lioða og blindsker, vill verja þig áföllum þegar ólögin ríða að,
'ill halda í réttu borfi, unz böfn er náð. Jesús ICristur er þinn
°g Guð er þinn í honum.
Þetta er barnalærdómur vor allra og þetta er lærdómurinn,
visdómurinn, sein einn stendur eftir, þegar önnur vizka er
°rðin liismi og hjóm. Þér er frelsari fæddur, þér. Svo elskaði
Euð heiminn að bann gaf son sinn eingetinn, gaf hann þér, af
PVl hann elskar þig, litla beiminn þinn, brothætta bátinn,
ifið þitt. Með eilífri elsku.
bessi barnalærdómur liljómar að líkindum bversdagslega,
Eumlegt er þetta ekki, nýtt er það ekki, snjallt máski ekki.
Já, það er mikið varið í að beyra eitthvað, sem er stórt og
ruinlegt og snjallt, en það er ekki allra að segja slíkt og ekki
4