Kirkjuritið - 01.02.1963, Side 5
KIRKJURITID
51
Á þessum morgni, þegar þú hefur kvatt liluta af lífi þínu
°g horfir fram á nýjan áfanga, hlýtur guðspjall dagsins og
nierking þess að vera þér lítils virði, ef þú ert að mestu ein-
hlítur sjálfur, einfær með hátinn þinn, hvað sem fyrir hefur
komið og livað sem í skerst, ef allt er misfellulaust í lífi þínu
hingað til og engin tvísýna framundan. Og ef Biblían ber
ekki fremur hoð frá einuin og alvöldum Guði þínum en liver
onnur þekkileg rit, ef það er ekki annað en fallegt ævintýri
handa börnum, að frelsari liafi fæðzt hér á jörð og sé hér á
jörð með oss, að Guð allra lieima hafi sagt úrslitaorð, orðið
góða, lausnarorðið eina með komu, veru, lífi harnsins í Betle-
hem, að hann liafi látið hug sinn klæðast mannlegu holdi í
Jesú frá Nazaret, komið til vor í bróðurmynd og sé þannig með
°ss, ef þetta er ekki annað en ein af mörgum helgisögum, þá
getur ekkert kirkjunnar orð verið þér mikilvægt í dag fremur
en aðra daga. En það breytir liins vegar engu um raunverulega
aðstöðu þína. Það breytir lieldur engu um þá staðreynd, að
þetta hefur gerzt, að náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesúm
Krist. Þú ræður ekki yfir veruleikanum, vinur minn, þú ræður
'iðeins viðhorfi þínu til þess, sem er. Þú ræður ekki yfir Guði
°g vegum lians, og ef þú ætlar að ráða þínum vegum í liugs-
tm og lífi án hans, þá fer ekki vel, ég segi með þessu ekkert
a»nað en ]iað sem þú átt eftir að sjá sjálfur, hafirðu ekki
tekið eftir því þegar, rekið þig á ]>að í eigin lífi eða séð það
1 kringum þig.
Jólin boða mikinn fögnuð, djúpan, sterkan frið, algera
hjálp handa öllum, því „Guð er sjálfur gestur hér“, ríki hans
1 nand þinni. En það er langt inn í hjörtu mannanna, segir
skáhlið, sem yrkir um liinar tvær áttir á þessa leið:
„Það er skammt þangað,
sem ég þarf ekki að fara,
örskammt
enn styttra á morgun
í framandi lönd,
út á fjarlægan hjara
jarðar og stjarna.