Kirkjuritið - 01.02.1963, Side 16

Kirkjuritið - 01.02.1963, Side 16
Séra Magmís Runólfsson: Fyrir trúna eina Vér trúum á einingu kirkjunnar j)rátt fyrir greiningu. Það er að segja, vér trúum ])ví, að allir þeir séu eitt, sem eiga hlut í hjálpræðinu, J)ó að þeir hafi ólíkar skoðanir á ýmsum hlutum varðandi trúna. Vér liörmum ])að, að kirkjan hefur klofnað í deildir og flokka, og vér getum ekki liætt að vona, að eining verði um síðir jafnt í trú og skipulagi. Vér hörmum það, að rómversk- kaþólska kirkjan skyldi villast frá sannleikanum og skidi enn standa gegn allri einingarviðleitni. Það er mikið, sem á milli ber, en höfuðágreiningurinn stendur um trú og verk. Siðbótin hélt því fram, að maðurinn yrði hólpinn fyrir trú án verka, fyrir trúna eina. Kaþólskir liéldu því fram á móti, að menn yrðu liólpnir fyrir trú og verk. Þessi er afstaðan allt til þessa dags, og sameining getur ekki orðið, meðan greint er á um þetta. Lúther gerir grein fyrir þessu í játningu sinni, sem nefnd er Smalkaldargreinar. Fyrst nefnir hann það, sem sameinar, þ. e. a. s. trúna á heilaga þrenningu samkvæmt postullegu trúarjátningunni, Níkeujátningu og Aþanasiosarjátningu. Síð- an nefnir hann það, sem skilur, ]). e. a. s. réttlætingu af trú án verka og ritar svo um nokkur lielztu atriði, sem kaþólskan hefur leiðzt út í af þessum sökum: messufórn, ákall lielgra manna, klaustrahald og yfirdrottnun páfans; loks ritar hann um ýmiss trúaratriði og athafnir, sem greint er á um, t. d. synd, lögmál, yfirbót, fagnaðarerindið, skírn og kveldmáltíð. Höfuðágreiningur var og er um trú og verk. Um það ritar Lúther á þessa leið: „Fyrsta grein — höfuðgrein. 1. Jesús Kristur, Guð og Drottinn vor hefur dáið vegna synda vorra og risið upp vegna réttlætis vors, Róm. 4; og hann einn er lamb Guðs, seni ber syndir heimsins, Jóh. 1; og Guð hefur lagt syndir vor allra á hann, Jes. 53; allir hafa syndgað og réttlætast, gefins (gratis) án verka eða verðleika af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú, í blóði hans, Róm. 3.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.