Kirkjuritið - 01.02.1963, Page 28

Kirkjuritið - 01.02.1963, Page 28
74 KIRKJURITH) Frankfurt, Munchen, Dortmund, Diisseldorf, Liége, Ziirich og Genf. Þar kveða nú við' ótal tungur, sem aldrei hafa liljómað þarna áður. Og þar þróast nú margbreytilegt mannlíf, sem veldur umbyltingu í trú og siðum. Flestir aðkomumannanna eru frá vanþróaðri héruðum í Suður-Evrópu og komast nú í fyrsta sinni í kynni við vel- ferðarríkin. Þetta gerir ráðamennina tvíátta í garð þeirra. 1 aðra röndina vilja þeir viðhalda og framfylgja þeirri meg- instefnu að allir njóti sömu réttinda, livað sem þjóðerni þeirra, menningu, trú eða kynþætti líður. A hinn bóginn eru þeir á nálum út af því, að þessi skyndivöxtur erlends vinnu- afls kunni að færa þeirra eigið atvinnulíf, launakerfi og fé- lagsöryggi úr skorðum og spilla þeim árangri, sem náðst hef- ur síðan lieimsstyrjöldinni lauk. Samt ríkir nokkur ánægja meðal hinna fornu hmdsbúa yfir því að hafa fengið þessa erlendu verkamenn, er (ennþá) fást lil að vinna „skít“verkin, sem þeir sjálfir telja sig liafna yfir, sakir aukinnar menntunar og bættra lífskjara. Þannig fylla erlendu verkamennirnir að vissu leyti upp í ákveðna eyðu, sem myndast hefur við félagslegar og starfrænar framfarir í vel- ferðarlöndunum“. Ég taldi rétt að þýða þessa smágrein, enda er liún nokkurs konar umburðarbréf. Ég veit raunar, að sumir líta svo á, að oss Islendingum komi þetta lítið við. Þeir eru þeirrar trúar, að útlendinga fýsi ekki út hingað til að taka sér hér hólfestu. Hér sé ekki eftir öðru að slægjast en fiskinum. Landið svo liarð- hýlt að jafnvel menn frá Norðurlöndum livað þá suðrænar þjóðir, geti ekki látið sér til liugar koma að þyrpast liin gað. Mundu telja jiað næstum verra en fangavist. Hvorki fossa- aflið né hveraorkan teljandi auðlindir hér úti á lijara ver- aldar og víðast bágt undir bú meira að segja. Sjálfur er ég á annarri skoðun. Ég trúi því að landið sé niikið kostaland, sem enn hafi ekki verið fyllilega uppgötv- að. Mér þykir Jíka sennilegast að sívaxandi mannfjölgun geri það að verkum, að hingað liefjist all miklir fólksflutningar fyrr eða síðar. Og hvernig fer ])á með tungu vora og siði svo ginkeyptir sem vér erum nú jafnvel fyrir erlendu hersjón- varpi, í stað þess að hafa þann metnað og manndóm að stofna sjálfir til slíks rekstrar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.