Kirkjuritið - 01.02.1963, Síða 34
80
K I U K J U111 T1 Ð
liélt Setberg í liálfa öld, frá 1571 til 1621, ínikilhæfur maður
og vel metinn á sinni tíð. Séra Skafti og niðjar lians héldu Set-
berg 120 ár eða til 1690.
Um aldamótin 1700 varð Steiiin Jónsson, síðar Hólabiskup,
prestur á Setbergi. Var hann þar 11 ár, og er hann eini bisk-
upinn, sem þar liefur þjónað. Hann tók hiskupsvígslu í Kaup-
mannahöfn 1711, en sat á Setbergi til vors 1712, er liann flutti
norður að Hólum. Synir lians tóku upp nafnið Bergmann eftir
Setbergi, þar sem þeir ólust upp, og er þaðan Bergmannsnafn-
ið komiö.
Þegar Harboe biskup binn danski var á eftirlitsferð í Skál-
holtsbiskupsdæmi 1745 var prestur sá á Setbergi, er Jón hét
og var Magnússon. Fékk hann þann vitnisburð lijá Harboe, að
hann væri ólærður, drykkfelldur og latur í sínu embætti. Þá
voru 468 manns í söfnuðinum, þar af 164 bóklæsir, en 304
ólesandi.
Vigfús Erlendsson, prestur á Setbergi 1748 til 1781, var í
fremstu presta röð á sinni tíð. Var áður dómkirkjuprestur í
Skálbolti, og þá var hann kjörinn til að flytja líkræðuna við
útför Jóns biskups Árnasonar 1743. Hann samdi hugvekjur til
búslestra um föstuna út af Passíusálmum Hallgríms Pétursson-
ar. Sú bók náði mikilli liylli og var þrisvar prentuð.
Eftir séra Vigfús liéldu þrír nafnar Setberg liver fram af
öðrum, og mun hinn fyrsti þeirra Jiekktastur allra Jieirra presta,
er þar hafa verið fyrr og síðar. Það var Björn Halldórsson. Hin
ísl. orðabók, er hann tók saman, mun lengi halda nafni bans
á lofti, og bann á líka heiðurinn af Jjví að liafa fyrstur rækt-
að kartöflur á íslandi, en þá var liann sóknarprestur í Sauð-
lauksdal. Var liann forgöngumaður um jarðrækt og garðyrkju.
Hann lét fyrstur manna gera matjurtagarð að Setbergi, auk
þess sem hann hyggði upp staðinn og endurbætti kirkjuna. En
séra Björns Halldórssonar naut skamma liríð við á Setbergi, Jjvi
að bann tók að kenna sjóndepru, sem ágjörðist svo mjög, að
bann gaf upp brauðið við séra Björn Þorgrímsson vorið 1786.
Voru þau systkinabörn, gamla prestkonan, Rannveig Ólafsdótt-
ir, og nýi presturinn, Björn Þorgrímsson, en Rannveig var
systir hinna nafnkunnu Svefneyjarbræðra Jóns lærða, Magn-
úsar og Eggerts Ólafssona.
Sama sumar og séra Björn Halldórsson afhenti nafna sín-